Morgunvenjur Kristbjargar

Kristbjörg menntaði sig sem jógakennari í Kripalu Center í Bandaríkjunum en auk þess hefur hún hlotið fjölbreytta þjálfun á Indlandi í jógafræðunum. Undanfarin 5 ár hefur hún verið í víðfeðmu jóganámi undir handleiðslu Sri Swami Ashutosh Muni. Kristbjörg hefur kennt jóga í yfir 25 ár. Við fengum hana til að segja okkur frá sínum morgunvenjum:


Hvenær og hvernig vaknar þú á morgnanna?
Þetta eru venjur sem ég reyni að halda og gengur oftast vel með. Ef ég dett út úr þeim þá finn ég blíðlega  leiðina að þeim aftur…..aðalatriðið er að fara ekki í neina sektarkennd ef ég kemst ekki í að gera það sem ég vil gera eins og að ástunda jógað mitt, bara njóta þess sem er hverju sinni og þá gengur vel að gera oftast það sem ég vil helst gera á hverjum morgni.

Ég vakna um kl 6, fer strax framúr og fæ mér blómadropa í vatni. Fer svo oftast út að hlaupa í ca 10 mín. Ég elska að hlaupa úti í tunglskininu eða bara í stjörnubirtunni á veturna og svo þegar vorið vaknar þá er þetta besti tími dagsins. Ástunda svo jóga svona í ca 1.5 – 2 tíma (það er alskonar ástundun) og svo geri ég mér morgundrykkinn minn:

Kasjúhnetur (eða möndlur) og döðlur
smá af kanil
ca 1 tsk af macca
rishidufti
hampdufti
spirulina
2 msk hrákakó
hálf tsk blómafrjókorn
einn banani
vatn sem flýtur yfir
Kannski fara líka frosin ber eða mangó, eða spínat, grænkál úr garðinnum, jafnvel salat, gulrætur…..svo bætist við önnur súperfæða þegar það er til í drykkinn….

Öllu hent í Vitamixerinn og blandað vel…..drukkið fram eftir morgni….

Hvernig eru morgunvenjurnar?
Einnig fæ ég mér 1 kaffibolla eftir morgunmatinn ef það er kaffi tímabil, stundum tek ég mér pásur frá kaffinu og drekk þá ekkert kaffi í nokkra mánuði, svo fer ég aftur í kaffið í nokkurn tíma….fer eftir hvaða tími ársins það er…..en kaffibollinn verður að vera með litlu kaffi og mikilli mjólk…ekki of þunnt eða of sterkt, þá bara sleppi ég því….ótrúleg sérviska þetta með kaffið en svona er það samt. Hollustudrykkurinn minn er hinsvegar ekkert sérlega góður á bragðið en það er í lagi, kaffið hinsvegar verður að vera eftir kúnstarinnar reglum….

Hvernig heldur þú í þessar venjur?
Þegar ég ferðast þá reyni ég að halda alltaf í jóga ástundunina mína á morgnana, það er það mikilvægasta fyrir mig…..hitt má breytast eftir aðstæðum frekar….enda er hreyfing númer eitt undirstaða heilbrigðs líkama.
Tögg úr greininni
, , ,

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.