Hárið okkar nærist á því sem við setjum í það og einnig því sem við innbyrðum, þ.m.t. bætiefni. Þegar við veljum vörur sem næra hárið viljum við líka hafa þær náttúrulegar og góðar fyrir umhverfið.
Hárnæringarkubbur
Ethique-næringin inniheldur kakósmjör, kókosolíu, B5 vítamín og lime-olíu og gefur hárinu þínu raka sem endist. Kubburinn jafnast á við 5 x 350 ml brúsa af hefðbundinni hárnæringu. Gott er að geyma hann í boxi frá Ethique þar sem hann helst þurr. Kubburinn er án Pálmaolíu, er vegan og Cruelty free.
Cu2.is
Smoother SKIN & HAIR
Smoother SKIN & HAIR er nýjasta varan frá íslenska fyrirtækinu Eylíf. Varan styrkir húð, hár og neglur ásamt því að meltingin og liðirnir njóta góðs af. Hún er unnin úr íslensku hráefni, s.s. Kollagen, Astaxanthin, GeoSilica ásamt súperblöndu af stein- og snefilefnum til að auka enn frekar virknina.
Eylif.is
Kísill fyrir hárið
Renew frá GeoSilica inniheldur íslensk steinefni en um 100% náttúrulega og hreina vöru er að ræða. Vegan og inniheldur auk þess kísil, sink og kopar. Renew styrkir og stuðlar að auknum hárvexti, og litarframleiðslu í hári. Einnig er varan góð gegn hárlosi og húð- og naglavandamálum. Sjálfbær framleiðsla.
Geosilica.com
Lífræn hárnæring
Silky mist hárnæringin frá Meraki mýkir hárið og er einnig hægt að nota hana sem djúpnæringu eða hármaska með því að láta hana vera í hárinu í 30 mínútur áður en hárið er skolað. Umbúðirnar eru úr endurvinnanlegu plasti, eiturefnalausar og framleiddar í sátt við náttúruna.
Fako.is
Græna stofan
Fyrsta hárstofan á Íslandi til að öðlast vottun frá norrænu vottunarsamtökunum Grøn Salon er Græna stofan. Þar er boðið upp á klippingu, litun, strípur og aflitun ásamt hármótun og djúpnæringu. Allt unnið með hreinum hárvörum, sem skaða hvorki menn né náttúru. Þar eru einnig seldar hreinar hárvörur sem þú getur treyst. Stofan er nýflutt í Austurver, Háaleitisbraut 68.
graenastofan.is
Leysir flækjur
Balsam-spreyið eins og allar vörur frá Bruns Products innihalda hrein, lífræn og náttúruleg hráefni. Þær eru lausar við paraben, súlföt og sílikon, þær eru ekki prófaðar á dýrum og stærsti hluti vörulínunnar fæst einnig ilmefnalaus og er með astma- og ofnæmisvottun frá Allergy Certified. Bruns Products var valin besta hárvörulínan á Stockholm Beauty Week fyrir stuttu.
lofn.is
Ofurþörungar
Húð, hár og neglur frá Iceherbs, inniheldur tvær tegundir sæþörunga, og eru þeir þekktir sem ofurfæða hafsins og fyrir að hafa góð áhrif á húð, hár og neglur. Einnig hafa þeir hreinsandi áhrif á líkamann og innihalda ríkulegt magn steinefna og trefja ásamt joði. Varan inniheldur engin aukaefni og eru hylkin úr jurtabeðmi.
Iceherbs.is
Hárvörukynningin er úr vetrarblaði Lifum betur 2021