Hrein og umhverfisvæn sjampó

Flest sjampó innihalda einhver skaðleg efni sem eru hvorki góð fyrir okkur né náttúruna. Það er kannski ekki mikið magn í einni flösku en þegar milljónir manna nota sjampó nokkrum sinnum í viku sem innihalda kannski plastagnir, ofnæmisvalda, krabbameinsvaldandi og hormónabreytandi efni þá getum við ímyndað okkur áhrifin á sjávarlífið og ekki síst á okkur sjálf. Sum þessarar efna smjúga inn í húðina og önnur safnast saman og þekja hárið og geta heft eðlilega rakamyndun hársins og hársvarðarins.

Ef þú vilt vita hvað er í sjampóinu þínu þá getur þú lesið greinina: 10 skaðleg efni í sjampói sem við viljum forðast. Sem betur fer eru mörg fyrirtæki farin að framleiða hreinni og umhverfisvænni sjampó og hér fyrir neðan eru nokkrir góðir kostir sem við getum mælt með. 

Bruns – Sjampo N° 01

Handunnin hársápa með kókos og kardimommuilm. Eykur raka og fyllingu og hentar öllum hártegundum. Inniheldur lífrænan guar og  jojoba-olíu, sem verndar viðkvæman hársvörð og vinnur á móti flösu. PET1 plastumbúðir og vörumiði úr sykurreyr. Vann; Customers favorite á Naturligt Snygg 2017.
lofn.is

Dr. Bronner – lífræn sápa

Lífræn og Fair trade Lavender sápa, unnin úr lífrænum olíum án allra kemískra efna. Hún er niðurbrjótanleg og umhverfisvæn og þarf einungis hálfa matskeið í hárið. Endurunnið plast í flöskunum og pappír í miðunum. Dr. Bronner sápur er einnig hægt að nota sem handsápu,  fyrir andlit og í heimilisþrifin.
mammaveitbest.is

Dr. Organic – Calendula

Calendul-plantan ásamt Aloe vera hreinsar og mýkir hárið. Milt, róandi og lyktarlaust sjampó, sem gefur hárinu heilbrigðara útlit án þess að erta húðina. Það er prófað af húðlæknum, er vegan og er í umhverfisvænum og endurvinnanlegum umbúðum. 
artasan.is

Sóley Organics – Varmi

Náttúrulegt sjampó frá Sóley Organics, með villtum íslenskum jurtum og lífrænum ilmkjarnaolíum úr blóðappelsínu, patchouli og svörtum pipar. 99,6% náttúruleg innihaldsefni. Varmi viðheldur heilbrigðu hári og hentar einnig fyrir feitt hár.
soleyorganics.is

Lavera- Gloss & Shine

Sjampó gert fyrir líflaust og jafnvel matt hár og eykur þannig fyllingu hársins. Inniheldur lífrænt avakadó og kínóafræ, sem gefa hárinu silkimjúka og glansandi áferð. Lífrænt vottað og vegan. Án sílikons og glútens.
Fæst í verslunum Hagkaupa.

Davines – Authentic Cleansing Nectar

Milt sjampó fyrir húð og hár frá Davines með 98% náttúruleg innihaldsefni, m.a. lífræna Carthame-olíu, sem hefur andoxandi eiginleika og endurnærir húðina. Hentar vel á litla ungbarnakroppa þar sem hún er einstaklega mild og fyrir þá sem fylgja CGM (curly girl method).
bpro.is

Sjá grein:  Nærandi hárvörur

Þetta efni birtist í vetrarblaði Lifum betur 2021

Tögg úr greininni
, ,