Feng Shui í svefnherbergið

Samkvæmt Feng Shui hefur nánasta umhverfi okkar mikil áhrif á líðan okkar og velgengni í lífinu. Hvíld og góður svefn eru afar mikilvæg fyrir heilsu og lífshamingju og því skiptir miklu máli að svefnherbergið gefi jákvæða orku, hvíld, ást og unað. Til þess þarf svefnherbergið ekki að vera búið dýrum húsgögnum eða fullt af hlutum og myndum, þvert á móti. Það er mun mikilvægara að rúmið sé rétt staðsett og í hvaða átt hvirfill þinn snýr þegar þú sefur. Litaval skiptir líka máli sem og staðsetning og val spegla og veggskreytinga.

10 RÁÐ TIL AÐ BÆTA ORKUNA Í SVEFNHERBERGINU

  1. Snúðu rúminu þannig að hvirfillinn snúi í eina af þínum fjóru hagstæðu áttavitaáttum. Það hvaða áttir eru „bestu áttirnar“ þínar fer eftir fæðingardegi og fæðingarári.
  2. Rúmið á ekki að vera beint fyrir innan dyragættina. Ef ekki er annað hægt þarf að setja t.d. náttborð á milli dyragættar og höfðalagsins til að verja þig gegn of sterku orkuflæði.
  3. Speglar þurfa að vera staðsettir þannig að þú sjáir þig ekki í honum þegar þú ert í rúminu.
  4. Myndir af börnunum þínum – eða myndir sem þau hafa t.d. teiknað – eiga ekki að vera í svefnherberginu.
  5. Ef þú vilt meira „fjör“ í svefnherbergið skaltu fjarlægja helgimyndir, krossa og íkona og koma þeim fyrir annars staðar í íbúðinni, t.d. á góðum stað á austurvegg.
  6. Taktu rækilega til í svefnherberginu, burt með erfiðar minningar og óþarfa.
  7. Skoðaðu hvað er á veggjunum í svefnherberginu. Eru það hlutir sem ýta undir rómantískar og ánægjulegar minningar? Ef svo er þá er það gott. Ef ekki þá skaltu gera breytingar.
  8. Fjarlægðu hluti sem kalla fram sorg og eftirsjá. Það sem skiptir máli er lífið í dag, á morgun og til framtíðar. Fortíðinni fáum við ekki breytt.
  9. Skoðaðu litina í svefnherberginu. Hvaða litir eru á rúmteppinu, púðum, gardínum og á veggskreytingum? Litir kalla fram ákveðna orku og þeir litir sem tala mest til þín áttu að hafa í kringum þig.
  10. Búðu um á hverjum degi þegar þú ferð á fætur og viðraðu sængur- og rúmfatnaðinn reglulega, Opnaðu gluggann og hleyptu ferskum blænum inn til þín, fullum af lífsorku.

Þetta eru fáein grunnatriði sem allir geta gert og þurfa ekki að kosta mikið annað en eigið vinnuframlag. 

1 athugasemd

Lokað er fyrir athugasemdir