Útvarp : Í boði náttúrunnar – NR 1.

 

Það vita það kannski ekki margir en Í boði náttúrunnar var útvarpsþáttur um matjurtarækt og sjálfbærni áður en tímaritið Í boði náttúrunnar fæddist. Þá hlupum við hjónin á milli húsgarða og heimsóttum fólk sem var að gera áhugaverða hluti í matjurtarækt og drukkum í okkur fróðleik, enda kunnum við ekkert að rækta. Þátturinn naut mikilla vinsælda á meðal hlustenda á Rás 1 og vorum við með hann í þrjú sumur eða þangað til við gátum ekki haldið úti bæði tímariti og útvarpsþætti. Hér er allra fyrsti útvarpsþáttur okkar hjóna og líklega einn eftirminnanlegasti í framleiðslu þar sem við kunnum ekkert í útvarpsþáttagerð frekar en í matjurtarækt!

Í þessum fyrsta þætti fræðumst við um helstu grunnatriðin í matjurtarrækt sem hjálpa okkur að byrja! Við fórum á námskeið í matjurtarrækt hjá Auði Jónsdóttur garðyrkjufræðingi í Landbúnaðarháskólanum, heimsóttum Dísu Andermann sem var að forsá í stóru gróðuhúsi í Mosfellsdal og kíktum svo í heimsókn til Sigríðar Þóru Árdal en hún ákvað að hefja matjurtarrækt í bakgarði sínum án leiðsagnar, bara demdi sér í það!

Njóttu vel!

Guðbjörg og Dísa að sá

Dísa Anderiman kennir Guðbjörgu að sá.

Sigríður Þóra Árdal og Bergsteinn

Sigríður þóra Árdal og Bergsteinn Björgúlfsson við hringlaga matjurtagarðinn.

Tögg úr greininni
, , ,