Árið 2018 kom út matreiðslubókin Vegan, 7 mínútur í eldhúsinu eftir Émilie Perrin. Þar er að finna fjölbreyttar uppskriftir að veganréttum sem tekur stuttan tíma að útbúa. Uppskriftirnar eru auðveldar og henta vel þeim sem vilja njóta góðrar og hollrar máltíðar án þess að eyða miklum tíma í matseld. Hér birtum við uppskrift af vegan hummus úr bókinni, sem ættu að gleðja alla matgæðinga.
Vegan hummus
fyrir fjóra
Hráefni 200 g niðursoðnar garbanzo-baunir (kjúklingabaunir) 1 hvítlauksrif 1/2 sítróna 1/2 appelsína (safinn) 2 msk. af sesammauki (tahini) 1/2 tsk. kúmenduft salt og pipar
Aðferð
Látið renna af garbanzo-baununum og setjið þær í skál í matvinnsluvél.
Afhýðið hvítlaukinn og takið innan úr honum fræið, setjið hann ofan í skálina á matvinnsluvélinni ásamt ávaxtasafanum, sesammaukinu og kúmenduftinu.
Hrærist í vélinni þar til blandan er orðin jöfn. Salti og pipar bætt við í lokin eftir smekk.
Ráðlegging
Hummus geymist í tvo til þrjá daga í krukku á köldum stað.