Eru fleiri heilnæm hús í vinnslu?
„Já það eru nítján 150 fm raðhús í Urriðaholti á teikniborðinu. Þau eru staðsett við golfvöllinn Odd og í næsta nágrenni við Heiðmörk. Þau eru hönnuð með þarfir útivistarfólks í huga, hvort sem um er að ræða göngufólk, golfara, þá sem stunda hestamennsku eða annað sport. Húsin eru ekki með bílskúr en það er herbergi á jarðhæð, sem við köllum frístundarrými og er það með tvöfaldri útidyrahurð þannig að golfbíll kemst þar inn og allur útivistarbúnaðurinn. Húsin eru hugsuð fyrir fólk á miðjum aldri eða fólk með færri börn. Það eru 3-4 svefnherbergi og ekki má gleyma potti og útisturtu á svölunum,“ segir Benedikt stoltur og spenntur fyrir verkefninu sem fram undan er.