4. orkustöðin – Grænn drykkur með bleiku hjarta

Hlýja, kærleikur, fjörefni og lífsgleði er besta næringin fyrir hjartastöðina. Ljósmynd Áslaugar Snorradóttur er úr bókinni Íslensk ofurfæða villt og tamin.

Nú er komið að 4. orkustöðinni, sjálfri hjartastöðinni, sem við þurfum að huga sérstaklega að um miðjan dag. Hjartastöðin er jafnan sögð græn en þar glittir líka í bleikan tón sem sagður er stafa frá gollurhúsinu sem umlykur og verndar hjartað. Svo er það vísindalega sannað og viðkennt af bandarísku hjartasamtökunum að skilaboðin frá hjartanu til heilans eru margfalt fleiri en skilaboðin frá heila til hjarta.

— Lestu hér um 1-orkustöðina.–

Hjartastöðina er best að næra með grænu laufmiklu grænmeti (helst af króssblómaætt) og sprellifandi spírum. Helst radísuspírum því þær hafa að auki þennan fíngerða bleika lit. Nákvæmlega þann sama og leynist í innsta kjarna hjartans. Ennfremur eru spírur uppfullar af prönu, eða lífsorku.
Allt þetta græna og næringarríka geymir mikið af jurtaestragóni og jurtasterólum sem vinna á djúpan hátt inn í líkama okkar, hreinsa út skaðleg efnasambönd (og önnur sambönd líka) og halda okkur ungum á sál og líkama. Sagt er að spergilkál beri höfuð og herðar yfir jurtir af krossblómaætt og næri hverja einustu frumu líkamans. Grænkál er saðsamt og þrungið blaðgrænu. Radísuspírur eru lifandi fjörefni uppfullar af ensímum. Minta er sögð lækna hiksta og er óneitanlega mjög lífsglöð. Og epli; það er margt fallegt hægt að segja um epli en umfram allt þetta: Í
Grikklandi til forna voru epli talin heilög og það að kasta epli að einhverjum var tákn um ást; og á sama vegu var það talið samþykki ástar að grípa eplið.

Allt þetta styður það við að við tengjumst betur okkur sjálfum, okkar nánustu og flæðinu að gefa og þiggja. Drykkurinn hér að neðan fyllir okkur hlýju, kærleik , fjörefnum og lífsgleði.

Ef hjartastöðin er vannærð fyllumst við hins vegar einmannaleika, erum ekki tengd, verðum reið og þjáumst jafnvel af vinnufíkn.

Drykkur fyrir hjartað:

2 glös

1 bolli lífrænn eplasafi

1 grænt epli

handfylli grænkál

3 lítil knippi spergilkál

4 myntulauf

Radísuspírur til skreytingar.

Setjið allt saman, að undanskildum radísuspírunum, og þeytið þar til blandan er orðin silkimmjúk. Hellið í tvö glös og skreytið með bleikum radísuspírum. Njótið.

Hjartastöðin er tengd inn á blóðrásina, hjartað, lungun, sogæðakerfið og æðar.

Ljósmyndina tók Áslaug Snorradóttur en hún er einnig í bók hennar Íslensk ofurfæða villt og tamin.

Bókin Íslensk ofurfæða
Bókin Íslensk ofurfæða