Guðbjörg Gissurardóttir
Guðbjörg er eigandi útgáfunnar Í boði náttúrunnar og ritstýra og auglýsingastjóri tímaritsins. Útgáfan gefur einnig út HandPicked Iceland, bæklinga fyrir ferðamenn í leita að staðbundinni upplifun ásamt því að standa fyrir viðburðinum Friðsæld í febrúar - Hugleiðsla fyrir alla. Guðbjörg er með mastersgráðu í grafískri hönnun frá Pratt Institute, NY, og hefur starfað við hönnun og kennslu bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum frá 1997. Guðbjörg gaf út matreiðslubókina „Hristist fyrir notkun“ árið 2003 og starfaði sem framkvæmdastjóri Hönnunarvettvangs frá 2005 til 2007 og kom m.a. að stofnun Hönnunarmiðstöðvar Íslands.