Helga María Ragnarsdóttir
Helga María er vegan matarbloggari, staðsett í Gautaborg í Svíþjóð. Hún gekk í menntaskólann við Hamrahlíð og lærði jazz söng í FÍH. Hún gerðist vegan sumarið 2011 og stofnaði í kjölfarið matarbloggið helgamaria.com. Þar skrifar hún um vegan matargerð og heilsu. Auk þess birtir hún uppskriftir sínar á facebook síðunni veganistur ásamt systur sinni. Helga hefur mikinn áhuga á matargerð, bókmenntum og tónlist og eyðir tímanum sínum yfirleitt í að elda góðan mat, lesa bækur eða syngja í kórum.