Barkan jóga (oftast kallað Hot Yoga) er tegund af „heitu jóga“ sem kemur af Hatha jóga sem á rætur til Kalkútta í Indlandi. Öðrum tegundum jóga hefur svo verið bætt við til að auka fjölbreytnina. Barkan jóga er stundað í hituðu herbergi til að teygja vel á líkamanum og styrkja mismunandi svæði hans.
Barkan jóga dregur nafn sitt af Jimmy Barkan, sprenglærðum jógakennara sem nam jóga á Indlandi á níunda áratugnum og er einn af brautryðjendum jóga í Bandaríkjunum. Árið 2002, eftir áratugi í ástundun og kennslu þróaði hann og hóf að kenna „The Barkan Method of Hot Yoga“ sem er í fljótu bragði endurhönnuð og skemmtilegri útgáfa af Bikram jóga, heitu jóga þar sem kennarar fara eftir ákveðnu handriti og halda heraga í tímanum.
Jimmy lærði á tímabili hjá hinum umdeilda Bikram Choudhury en opnaði svo sitt fyrsta jógastúdíó í Flórída árið 1983. Þó ber alls ekki að rugla saman Bikram jóga og Barkan jóga.
Barkan jógatímum fylgir oftast tónlist og kennarnir setja sinn stimpil á tímann sem eykur fjölbreytnina. Góður kennari þýðir góður tími!
Barkan jóga styrkir sérstaklega liði og vöðva því sagt er að hitinn hjálpi þeim sem eru með verki í liðunum. Einnig er talið að hitinn auki brennslu á meðan æfingu stendur og hreinsi út meiri eiturefni en ef æft er í köldu rými.