Chilí er drottning eldhúskryddanna

Chilí hefur löngum verið flokkað sem langbesta eldhúskryddið og það allra skemmtilegasta. Það er bragðgott, rífur í og er hressandi en býr líka yfir margvíslegum heilsukostum. Til þess að njóta ávaxtanna þurfum við alls ekki að tyggja hrátt chili (rauðan pipar) í tugavís. Ögn af fersku chilí gefur mjög mikið, það á líka við um gott lífrænt chilíkrydd. Elstu heimildir um chilí eru um 7.500 ára gamlar og ástæðan fyrir því að chilí er kallaður chilípipar er sú að Kólumbus, sem flutti það fyrstur til Vesturheims, ruglaðist á chilí og pipar. En það er önnur saga.

Chilí gefur lífinu sannarlega lit og hér koma nokkur skotheld rök fyrir því að við ættum að nota chilí sem mest í matargerð, ekki hvað síst núna þegar vorið er komið og við erum að brjótast undan vetri með tilheyrandi þyngslum, stíflum og bjúg. Chilí losar stílfur og bætir geð, ásamt mörgu, mörgu öðru.

1. Ýtir undir þyngdartap

Hitinn í chillipipar kemur frá næringarefninu capsicum, sem getur ýtt undir þyngdartap og losun umframvökva, um leið og það örvar efnaskipti líkamans.

2. Bætir geðið

Það segir sig sjálft að það að fá eitthvað jafn sterkt chilí er mjög hressandi. Hitt er að chilípipar örvar sársaukaviðtaka á tungunni sem losar endorfín úr læðingi. En þekkt er að þegar endorfín losnar frá heiladinglinum fer það út í blóðrásina og berst til mænunnar og heilans. Það hefur sársaukaslævandi áhrif og bónusinn er vellíðan.

3. Líkaminn heldur að hann sé að hreyfa sig

Chilí örvar hjartsláttinn og þú byrjar að svitna – mjög líkt og þegar þú tekur á því í líkamsræktinni.

4. Örvar blóðrásina

Chilí er líka blóðþynnandi og dregur úr kólesteróli. Og bætir þannig heilsu hjartans.

5. Róandi

Chilí er verkjastillandi og auki bólgueyðandi. Það kemur til að því að capsicum í þeim rauða blokkerar það sem er kallað Substance P, sem á stóran þátt í að breiða úr verkjum um líkamann.

6. Gegn sykursýki

Vísindalegar rannsóknir sýna að chilí dregur úr þörf líkamans fyrir insúlín um allt að 60% sem eru sláandi niðurstöður.

7. …og sýkingum

Allar chilíplöntur eru sveppa- og bakteríudrepandi.

8. Vítamínblanda

Chilí er uppfullt af andoxunarefnum, líka A-vítamíni, B og C vítamínum, járni, fosfóri og mangani.

9. Losar stíflur

Því sterkara sem karrý-ið er þeim mun meira rennur úr nefinu á okkur sem merkir auðvitað að það losar um kvef, stílfur og slím. Það sem gerir karrý sterkt er ekkert annað en chilí. Enn og aftur er hér capsicum á ferð sem ólíkt flestum lyfjum er bólgueyðandi, bakteríudrepandi og verkjastillandi án þess að valda doða, sem gjarnan er aukaverkun lyfja sem slá á þessi einkenni.

10. Krabbamein í brisi

Rannsóknir hafa gefið vísbendingu um að capsicum stöðvi útbreiðslu krabbameins í blöðruhálskirtli.

En þótt chillí sé jafn magnað og raun ber vitni getur það haft slæm áhrif á þá sem eru með of hátt sýrustig í maga. Þeir eintaklingar ættu að detta varlega ofan í chilí-ið.

Heimildir m.a:
www.ndtv.com/offbeat/eat-chili-to-prevent-diabetes-heart-disease-400636

2 athugasemdir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.