Græni innkaupalistinn

Heilsusamlegt mataræði hefst á undirbúningi og skynsamlegri verslunarferð. Það eru nokkrar matartegundir sem okkur hjá Í boði náttúrunnar finnst gott að eiga að staðaldri til þess að ná að næra okkur vel, dag eftir dag. Nokkrar aðferðir geta hjálpað til við innkaupin eins og að mæta í búðina með nákvæman innkaupalista og að fá lífrænt grænmeti sent frá Græna Hlekknum vikulega.

Þegar breyta á matarræðinu þarf heldur ekki að kaupa allt „ofurfæði“ á einum degi heldur er betra að sanka því að sér smátt og smátt. Bæta við einu og einu á innkaupalistann vikulega og fylla þannig skápana af orkuríkri fæðu sem þú ert viss um að þú notir. Margar litlar breytingar gera eitt stórt og þá er um að gera að nýta vel Græna Fríðindakortið.

Matur sem okkur finnst gott að eiga:

Í ÍSSKÁPINN – Ávextir og grænmeti: Lífrænt Spínat og grænkál , íslenskar gulrætur, sellerí, brokkólí, gúrka, lífræn epli, engifer, sellerírót, sveppir, kirsuberja tómatar, spírur, radísur og sýrt grænmeti Annað: Egg, möndlumjólk án sætu, hummus, dijon, pestó, lífrænt eða heimagert majones. Drykkir: trönuberjasafi og sódavatn.

Á ELDHÚSBEKKNUM
- Fleiri ávextir og grænmeti: Bananar, sætar kartöflur, avókadó, döðlur, laukur, hvítlaukur, sítrónur. Fæðubót: Chia fræ, hampfræ, kókosflögur, hörfræ, gojiber, möndlur, kakó og grænt duft eins og hveitigras eða spirulina sem er gott að hafa í glærri krukku á borðinu til þess að muna eftir að setja í þeytinga og á salöt. Olíur: Lífræn ólivuolía & kókosolía.

Í FRYSTINNFrosnir ávextir – blönduð ber, íslensk bláber, frosinn ananas eða mangó, svo er einnig gott að frysta banana í þeytinga. Fiskur og fleira Fyrir þá sem borða fisk þá er alltaf gott að eiga frosið flak heima við, svo gerir kraftaverk að gera mikið af súpu sem er svo fryst eða grænmetisbuff.

Í BÚRINUBaunir: lífrænar kjúklingabaunir og rauðar linsubaunir eru vinsælar. Hnetur og fræ: Möndlur, valhnetur, kasjúhnetur, sólblómafræ og graskersfræ Kex: Glúteinlaus hrökkkex eða poppkex. Hveiti, korn og núðlur: Hafrar, kínóa, brún hrísgrjón, brúnar hrísgrjónanúðlur, bókhveiti, glúteinlaust spagettí og maís tacoskeljar. Krydd: Sjávarsalt og pipar, hvítlaukssalt, túrmerik, karrý, kanill, vanillu duft, cayenne pipar. Svo er Dukkah (hnetu/kryddblanda) frá Yndisauka gott út á allt! Edik – Eplaedik lífrænt og ófilterað. Sæta: Hunang, stevía og hlynsýróp og 85% súkkulaði Sósur/smjör: Tamari sósa (glúteinlaus sojasósa), tahini smjör (í hummus) og möndlusmjör.

Þetta er svona það helsta sem okkur finnst gott að eiga og notum í matargerð. Vonandi gefur þetta ykkur einhverjar nýjar hugmyndir, en svo væri gaman að heyra frá fleirum. Hvað er í ísskápnum ykkar? 

 

FÆÐA/FOOD - fyrir matgæðinginn

Sérrit Í Boði náttúrunnar um mat og matarmenningu á íslensku og ensku. skoða nánar

More from Í boði náttúrunnar

Taktu þátt í umræðunni