*Jólabakstur* Marsípan molar

UPPSKRIFT og MYNDIR Valdís Sigurgeirsdóttir

Jólin eru að nálgast og við hjá Í boði náttúrunnar ætlum að leita uppi hollar útgáfur af jólakonfekti og bakstri, eins og þessir marsípan molar. Þessi uppskrift frá Valdísi Sigurgeirsdóttur er einstaklega vænleg til vinnings:

Botn:
1 bolli möndlumjöl
2 msk hlynsíróp
1 msk kókosolía (fljótandi)
1/4 tsk möndludropar eða extrakt
smá salt

Kókosfylling:
1 bolli kókosmjöl
3 msk hlynsíróp
2 msk kókosolía (fljótandi)
1 msk vatn.

Súkkulaði:
1/4 bolli kakóduft
1/4 bolli kókosolía (fljótandi) 2 msk hlynsíróp.

 

  1. Setjið bökunarpappír í form, ég notaði venjulegt jólakökuform.
  2. Setjið kókosolíukrukkuna í heitt vatn svo olían verði fljótandi.
  3. Blandið öllu sem er í botninum saman í skál, hrærið vel saman þar til verður að deigi og pressið slétt í botninn á forminu.
  4. Blandið öllu sem er í kókosfyllingunni saman og hrærið vel. Setjið yfir botninn og sléttið.
  5. Búið til súkkulaðið í skál, pískið smá til að fá fallega áferð á það og hellið yfir.
  6. Setjið í frysti og tilbúið eftir 1-2 tíma.
  7. Skerið í fallega bita og berið fram beint úr frysti, það er betra að bera þá fram kalda.

Þessir ótrúlega einföldu og meiriháttar góðu bitar komu alveg óóótrúlega á óvart. Þvílíkt nammi. Ég held ég sé búin að finna jólakonfektið mitt svo gott er þetta.

Tögg úr greininni
, , , ,

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

FRÉTTABRÉF LIFUM BETUR

– Greinar um grænan og heilbrigðan lífsstíl
– Ljúffengar uppskriftir
– Ýmis tilboð og afslættir

Skráðu þig núna og við sendum rafrænt tímarit beint í pósthólfið þitt!

FRÉTTABRÉF LIFUM BETUR

Kíktu í pósthólfið þitt til að lesa rafræna tímaritið

Ps. pósturinn gæti lent í spam