Planta vikunnar: KAKTUS

Kaktusar hafa lengi notið mikilla vinsælda, en þeir geta verið mjög formfagrir og þarfnast yfirleitt ekki mikillar umhirðu. Þeir eru til í ótal stærðum og gerðum, en alls eru til um 1800 tegundir af kaktusum. Þeir hafa þann einstaka hæfileika að geta geymt vatn í vefjum sínum til að lifa af þurrkatíma, sem þýðir að kaktus er óskaplanta fyrir þá sem ferðast mikið, eru önnum kafnir eða gleymnir. Svo skaffa þeir auðvitað súrefni, svo að þeir gefa í raun meira en þeir taka.

Á meðan þeir eru að stækka ætti að vökva kaktusa og þykkblöðunga einu sinni í viku og þegar þeir eru vökvaðir skal gefa moldinni vel af vatni svo að það leki í gegnum götin neðst á blómapottunum og í undirskálina. Á veturna, þegar kólnar í veðri, fara plönturnar í hvíldartímabil og vaxa lítið sem ekkert. Á þeim tíma má vökva þær sjaldnar og leyfa moldinni að þorna alveg upp á milli.

Kaktusar elska sól og birtu og því er gott að búa um þá í suðurglugga. Planta sem vex náttúrulega í mikilli birtu og hita er í góðu ástandi og þar með líklegri til að blómstra við þau skilyrði. Þegar blómapotturinn er orðinn of lítill eða moldin snauð af næringu þarf að umpotta en það getur verið á 2-3 ára fresti. Best er að umpotta snemma vors til dæmis í mars eða apríl. Sumir kaktusar hafa beittar nálar sem ekki er gott að stinga sig á. Í þeim tilfellum er sniðugt að vefja nokkrum lögum af dagblöðum utan um plöntuna til að ná góðu taki á henni þegar hún er losuð úr pottinum.

Kaktusar eru upprunalega frá Ameríku og hafa breiðst þaðan út um allan heim. Þeir eru ekki aðeins stofustáss heldur eru þeir sums staðar notaðir í matargerð. að vaxa.

GÓÐ RÁÐ UM AFLEGGJARA

  1. Klipptu lítinn hluta af plöntunni.
  2. Leyfðu afleggjaranum að þorna í tíu daga.
  3. Settu afleggjarann í mold og leyfðu henni að ná yfir helminginn af plöntunni.
  4. Ekki vökva í nokkra daga svo að plantan geti búið til rætur í jarðveginum.
  5. Vökvaðu og hugsaðu um afleggjarann eins og venjulegan kaktus.
  6. Sýndu þolinmæði! Hann mun verða lengi

Viltu koma í áskrift? Smelltu HÉR.