Kaktusar hafa lengi notið mikilla vinsælda, en þeir geta verið mjög formfagrir og þarfnast yfirleitt ekki mikillar umhirðu. Þeir eru til í ótal stærðum og gerðum, en alls eru til um 1800 tegundir af kaktusum. Þeir hafa þann einstaka hæfileika að geta geymt vatn í vefjum sínum til að lifa af þurrkatíma, sem þýðir að kaktus er óskaplanta fyrir þá sem ferðast mikið, eru önnum kafnir eða gleymnir. Svo skaffa þeir auðvitað súrefni, svo að þeir gefa í raun meira en þeir taka.
Á meðan þeir eru að stækka ætti að vökva kaktusa og þykkblöðunga einu sinni í viku og þegar þeir eru vökvaðir skal gefa moldinni vel af vatni svo að það leki í gegnum götin neðst á blómapottunum og í undirskálina. Á veturna, þegar kólnar í veðri, fara plönturnar í hvíldartímabil og vaxa lítið sem ekkert. Á þeim tíma má vökva þær sjaldnar og leyfa moldinni að þorna alveg upp á milli.
4 athugasemdir