Planta vikunnar: Friðarlilja

Friðarlilja eða heimilisfriður eins og hún er oft kölluð fékk viðurkenningu frá NASA fyrir að vera sérstaklega góð til loftræstingar. Friðarliljan er til dæmis drjúg að taka til sín efnið Benzen sem er hættulegt lofkennt efni sem getur borist úr plasti, bensíni, olíu, málningu og lakki.

Spathiphyllum eða friðarlilja er pottaplanta upprunin í Suður-Ameríku. Hún er kölluð ýmsum nöfnum og þar má nefna „skápaplanta“ meðal annars vegna þess hve auðveld hún er í meðförum ef hún fær raka.

GÓÐ RÁÐ TIL AÐ HALDA FRIÐARLILJU Í TOPPFORMI

  1. POTTUN: Settu friðarliljuna í góðan pott. Notaðu góða heimilismold, ekki garðmold. Gott er að umpotta hana í febrúar.
  2. BIRTUSKILYRÐI: Friðarliljur elska skugga og heima við kunna þær vel við léttan til miðlungs skugga. Sumar tegundir þola meiri birtu. Friðarliljur koma úr hita og raka í skuggum regnskógarins og kunna vel við þau skilyrði. Friðarlilja ætti að vera nálægt glugga í heitu herbergi þar sem hún mun nærast á óbeinu sólarljósi. Gluggar í norður og vestur eru bestir til þess fallnir. Varastu að hún komist í snertingu við kalt loft eða of mikla sól, þar sem þetta getur orðið til þess að plantan verði óheilbrigð og fái brún og tætt lauf og að blómin hennar verði grænleit en ekki hvít.
  3. VÖKVUN: Gott er að vökva friðarliljuna hóflega en reglulega. Þegar moldin er þurr settu þá næginlegt vatn til þess að hún verði rök, en ekki það mikið að hún stand í vatni. Of lítið vatn getur drepið plöntuna og ef hún er vanrækt að vatni þá ert hægt að sjá hana falla eða bogna fram. En of mikið vatn getur komið af stað ástandi sem kallast rótar rotnun sem getur einnig drepið plöntuna. Settu það að markmiðið að vökva hana einu sinni í viku þegar moldin er þurr. Einnig er gott að spreyja lauf friðarliljunar reglulega til að herma eftir rökum regnskógunum. Á sumrin er gott að vökva plöntuna oftar þar sem það er hennar helsta vaxtartímabil.
  4. ÁBURÐUR: Ef þú vilt setja á hana áburð, gerðu það þá varlega. Hún þarf ekki á áburði að halda en ef þú vilt það endilega (til dæmis til þess að áhana vaxi stór og falleg blóm) þá er gott að passa setja ekki of mikið áburði, þar sem friðarliljur eru viðkvæmar plöntur. Best er að setja áburðin á einu sinni í mánuði á vorin og sumrin.
  5. HITASTIG: Plantan þrífst best í rökum hita, forðast skal dragsúg og að hitastigið fari neðar en 12 gráður á celsíus.
  6. SNYRTING: Klipptu burt skemmd lauf af plöntunni. Í samanburði við aðrar plöntur þá þurfa friðarliljur ekki að vera snyrtar mjög oft. Samt sem áður ef útlimir eða lauf plöntunnar verða brún eða tætt, þá er gott að klippa það af henni svo að hún sé ekki að nota orkuna sína í dauða enda. Notaðu beitt skæri til að fjarlæga ónýtu hlutana.