Planta vikunnar: Indjánafjöður

Indjánafjöður eða tengdamamma

Plöntur og blóm hafa ótrúlega jákvæð áhrif á andrúmsloftið innandyra. Indjánafjöður eða Tengdamamma eins og hún er betur þekkt sem var kosin skrifstofuplantan 2008 í Hollandi og ekki af ástæðulausu. Plantan hreinsar ekki bara loftið heldur er hún nær ódrepandi og lítur vel út! Indjánafjöðrin er til dæmis drjúg að taka til sín efnið formaldehýð sem myndast t.d við bruna á gasi og bensíni og er í sígarettureyk. Einföld form hennar ríma svo einnig mjög vel við nútímalegt umhverfi!

Sansevieria trifasciata eða indjánafjöður er pottaplanta af liljuætt, beinvaxin safaplanta með dökkyrjóttum, sverðlaga blöðum. Hún er kölluð ýmsum nöfnum og þar má nefna „snákaplanta“ eða „tannhvöss tengdamamma“, mögulega vegna hennar hvössu enda. Allar tegundir Indjánafjaðra eiga auðvelt með að aðlaga sig ólíkum umhverfum og eru sterkbyggðar.

tengdamamma

GÓÐ RÁÐ TIL AÐ HALDA INDJÁNAFJÖÐUR Í TOPPFORMI:

  1. POTTUN: Settu Indjánafjöðrina í góðan pott. Notaðu góða heimilismold, ekki garðmold. Umpottaðu einungis þegar plantan fer að brjóta pottinn með rótum sínum.
  2. BIRTUSKILYRÐI: Gott er fyrir Indjánafjöður að vera staðsett í austur, vestur eða norður gluggasillu allt árið um kring. Einnig er ágætt að setja hana í suðurglugga yfir vetur, en færa hana þá úr glugganum að sumri til.
  3. VÖKVUN: Notaðu vatn sem er við stofuhita til þess að vökva. Leyfðu yfirborði moldarinnar að vera þurrt áður en þú vökvar hana á vorin og veturna. Vökvaðu hana lítið yfir vetrartímann og bíddu þar til moldin er talsvert þurr. Ef þú tekur eftir því að laufin séu að halla eða bogna, þá þarf hún vatn. Vökvaðu í kringum plöntuna en ekki í miðjuna.
  4. ÁBURÐUR: Gott er að bera plöntuáburð á Indjánafjöðrina einu sinni að vori eftir leiðbeiningum áburðarins.
  5. HITASTIG: Plantan þrífst best í 16-29 stiga hita.
  6. ÞRIFNAÐUR: Þurrkaðu af laufum plöntunar með rökum klúti ef hún verður rykug.