10 HUGMYNDIR AÐ BRÚÐKAUPSFERÐ
(eftir 23 ára sambúð)
1. Fara á eldgömlum húsbíl. Hann getur bilað hvenær sem er og skapar óvissu og spennu.
2. Deila einni sæng. Eins og maður gerði hér áður fyrr.
3. Tala ekki um börnin. Upplifa þannig fullkomið ábyrgðarleysi.
4. Taka ,,kossasjálfu“ á hverjum degi
5. Velja næturstað með fallegu útsýni. Helst sem lengst frá öðrum ferðalöngum.
6. Gera vel við sig í mat og drykk og njóta þess að tala saman án truflunar.
7. Bjóða hvort öðru fínt út að borða og splæsa í gott kaffi og meðlæti þar sem það býðst.
8. Koma hvort öðru á óvart. Ein hugmynd er að kaupa góða gjöf úr krúttlegri verslun á svæðinu.
9. Gera eitthvað skemmtilegt saman á hverjum degi. Fara á hestbak, að veiða, í sund eða á söfn og sýningar.
10. Segja nógu oft ,,Ég elska þig“ þrátt fyrir að það virki ýkt til að byrja með.
Þetta virkaði fyrir okkur! Við vorum a.m.k. mun skotnari hvort í öðru í lok brúðkaupsferðarinnar.