VESTRÆN VEISLA

Vesturland

VESTURLAND

Hrikalegt hraun og hvítar strendur, vatnsmiklir hverir, falleg þorp og fjölbreytt fuglalíf er eitt af því sem einkennir Vesturland. Hérna er frægasti jökullinn, lengsti hraunhellirinn, mest myndaða fjallið og stærsti vatnshverinn. Á svæðinu eru margir af betri veitingastöðum landsins.

9,554 km² 
16,600 íbúar 
5% landsmanna
west.is

LEIÐAVÍSIR UM VESTURLAND
GRÆNIR HANDVALDIR STAÐIR SEM STUÐLA AÐ BETRI UPPLIFUN, SJÁLFBÆRNI OG GLEÐI! 

Hraunfossar í Borgarfirði eru ein fallegasta náttúruperlan á Vesturlandi.

NÁTTÚRA

1. GLYMUR
Upp að næsthæsta fossi Íslands er skemmtileg og mátulega krefjandi tveggja til þriggja tíma ganga frá vegi 47. Fyrir ofan fossinn er hægt að vaða yfir ána og fara niður hinum megin. Sjá kort

2. HRAUNFOSSAR
Töfrandi og hvítfyssandi fossar, sem renna undan gróðursælu Hallmundarhrauni og falla í Hvítá eftir að ekið er eftir vegi 518. Litlu ofar er Barnafoss í stórbrotnu gljúfri. Sjá kort

3. PARADÍSARLAUT
Lítil paradís í miðju hrauni blasir við eftir stuttan göngutúr frá bílastæðinu. Köld tjörn til að dýfa tánum ofan í og upplagt að taka upp nestið. Litlu ofar er fossinn Glanni. Sjá kort

4. GERÐUBERG
Langur og mikilfenglegur stuðlabergsveggur úr grágrýti, sem er allt að 14 metra hár þar sem hann er hæstur. Undir berginu er gömul rétt þar sem tilvalið er að snæða nesti í skjóli en vegur 54 liggur að þessum slóðum. Sjá kort

5. BÚÐIR
Náttúrufegurðin í kringum Hótel Búðir er heillandi en þangað er ekið eftir vegi 54 eða 574. Á svæðinu eru ótal gönguleiðir og notalegt að ganga berfætt/ur í hvíta sandinum með gróðursælt hraunið og fjöllin allt í kring. Sjá kort

6. RAUÐFELDSGJÁ
Gjáin klýfur Botnsfjall frá brún að rótum þess og inn í hana liggur stígur, sem leiðir ferðalanga í dimman ævintýraheim þar sem fuglar ráða ríkjum. Í botni gjárinnar steypist foss niður háan klettavegginn. Sjá kort

7. HELLNAR
Margbreytilegar bergmyndanir einkenna fjöruna þar sem fjöldi sjófugla ræður ríkjum. Þekktastar eru steinboginn Baðstofan, Gataklettur og Valasnös. Frá Hellnum er hægt að ganga að Arnarstapa eftir gamalli, fallegri reiðleið. Sjá kort

8. LÓNDRANGAR
Náttúrulegur klettakastali, sem rís hátt yfir flæðarmálinu, en þangað liggur vegur 574. Klettadrangarnir mynduðust við eldgos úti í hafi við lok ísaldar en síðari tíma hraun hafa svo tengt þá við landið. Sjá kort

9. DJÚPALÓNSSANDUR OG DRITVÍK
Eftir stutta göngu frá bílastæðinu við veg 572 blasir við svört fjaran, umlukin hraunklettum. Áður voru stundaðir sjóróðrar þaðan og aflraunasteinarnir fjórir í fjörunni voru notaðir til að kanna hvort sjómenn byggju yfir nægilegum styrk til að róa eður ei. Sjá kort

10. KIRKJUFELL
Eitt myndrænasta fjall Íslands og helsta kennileiti Grundarfjarðar. Sjá kort

Geitfjársetur á Háafelli í Hvítársíðu. Þar er unnið að verndun og viðhaldi geitastofnsins.

MENNING OG AFÞREYING

11. LANDNÁMSSETUR ÍSLANDS
Landnámsmenn eru hér í aðalhlutverki en m.a. má sjá fágætt líkan af farskipum víkinga. Í þeim eru agnarsmáar manneskjur eftir Brian Pilkington, mótaðar í leir. Leiðsögn með heyrnartólum leiðir fólk inn í lifandi hljóð- og myndaheim landnámsmanna. Upplifun fyrir alla fjölskylduna.
Brákarbraut 13-15, Borgarnesi
437 160 /
landnam.is

12. GEITARFJÁRSETUR Á HÁAFELLI
Á stærsta geitabýli landsins snýst allt um geitur. Seldar eru geitaafurðir beint frá býli og einnig er hægt að setjast niður og fá sér kaffi og meðlæti meðan börnin skoða kiðlingana. 
Háafell, Hvítársíða, Reykholti
845 2331 /
geitur.is

13. HÁKARLASAFNIÐ BJARNAHÖFN
Hákarlinn, sagan, veiðin, vinnslan, tæknin og tólin eru hér í aðalhlutverki. Smakkaðu hákarl og harðfisk, sem þú veist nákvæmlega hvaðan kemur. 
Bjarnarhöfn, Stykkishólmi (dreifbýli)
438 1581 /
bjarnarhofn.is

14. VATNASAFNIÐ
Einstakt safn með 24 glersúlum, fylltum af vatni, sem safnað var úr ís úr mörgum af helstu jöklum Íslands. Þetta er langtímaverkefni, skapað af Roni Horn í fallegu húsnæði með útsýni yfir hafið.
Bókhlöðustíg 19, Stykkishólmi
865 4516 /
stykkisholmur.is

15. NORSKA HÚSIÐ
Fyrsta tvílyfta íbúðahús á Íslandi, byggt 1832 úr timbri frá Noregi. Hér upplifir þú heimili frá 19. öld ásamt opinni safnageymslu með munum frá öllu Snæfellsnesi. Safnbúðin er í fallegum krambúðarstíl.
Hafnargötu 5, Stykkishólmi
433 8114 /
stykkisholmur.is

16. LÁKI SAILING TOURS
Fátt toppar kvöldsiglingu um Breiðafjörðinn á fögru sumarkvöldi, þar sem hægt er að skoða hvali og fuglalífið og jafnvel renna fyrir fisk. Láki Tours er fjölskyldufyrirtæki, sem sérhæfir sig í siglingum um Breiðafjörðinn. Í sumar býðst börnum upp að 15 ára aldri að sigla frítt með Láki Tours. 
Nesvegi 6, Grundarfirði
546 6808 /
lakitours.com

Hótel Búðir á Snæfellsnesi er eitt fallegasta sveitahótel á Íslandi.

VEITINGAR 

17. LANDNÁMSSETUR ÍSLANDS
Í einu elsta húsi Borgarness er veitingastaður þar sem hollustan og ferskleikinn eru í fyrirrúmi. Passað er upp á að svangir ferðalangar fái nóg að borða og hlaðborðið klikkar ekki, enda allir réttir gerðir frá grunni.
Brákarbraut 13-15, Borgarnesi
437 1600 /
landnamssetur.is

18. ENGLENDINGAVÍK
Við kaupfélagsfjöruna með útsýni út á litlu Brákarey er þessi fallegi veitingastaður. Fjölbreyttur matseðill með fersku hráefni og í sumar verður flott fiskihlaðborð í boði. Börn fá afslátt eftir aldri.
Skúlagötu 17, Borgarnesi
555 1400 / 840 0314 /
englendingavik.is

19. HÓTEL BÚÐIR
Umhverfið og maturinn er eitt helsta aðdráttarafl staðarins, enda lofaður fyrir einstaka fiskrétti og lambakjötsrétti, óviðjafnanlega forrétti og ógleymanlega eftirrétti. Ferskt hráefni úr nágrenninu er uppistaðan á matseðlinum.
Búðum, Snæfellsnesi
435 6700 /
hotelbudir.is

20. FJÖRUHÚSIÐ
Einstakar veitingar framreiddar á syllu við stórgrýtta klettafjöru þar sem brimið lemur gamla bryggju. Á matseðlinum er lostæti sem engan svíkur, s.s. fiskisúpa, heimabakað brauð, kökur og vöfflur með rjóma.
Hellnum, Snæfellsnes
453 6844 /
fjoruhusid.is

21. BJARGARSTEINN
Við sjávarkampinn á Grundarfirði er þetta fallega uppgerða hús, sem er meira en 100 ára gamalt, en hýsir nú framúrskarandi veitingastað. Láttu dekra við bragðlaukana um leið og þú nýtur útsýnisins yfir Kirkjufell. 
Sólvöllum 15, Grundarfirði
438 6770 /
bjargarsteinn.is

22. HÓTEL FLATEY
Nýveiddur kræklingur, fiskisúpa og lambakjöt er m.a. á matseðlinum á þessu einstaka veitingahúsi í Breiðafirði. Eftir matinn er tilvalið að skella sér á Saltbarinn og prófa Flatjito. Flatey, Breiðafirði
555 7788 /
hotelflatey.is

Rjómabúið Erpsstaðir við Búðardal selur heimagerðan rjómaís og skyr upp á gamla mátann.

VERSLUN Í HEIMABYGGР

23. HÁAFELL GEITFJÁRSETUR
Á eina geitfjársetri landsins er notaleg verslun með vörur beint frá býli. Þar fást alls kyns geitaafurðir, svo sem baðvörur, krem og sápur, skinn og handverk. 
Háafelli, Hvítársíðu, Reykholti
845 2331 /
geitur.is

24. BÓKAVERZLUN BREIÐAFJARÐAR
Yndislega gamaldags bókabúð í gömlu apóteki í hjarta bæjarins. Vöruúrvalið er ævintýralegt; bækur og blöð, rugguhestar, leikföng, garn og allt þar á milli. 
Hafnargötu 1, Stykkishólmi
438 1121 

25. RJÓMABÚIÐ ERPSSTAÐIR
Barnvænt fjölskyldubú þar sem m.a. er hægt að fá heimagerðan rjómaís, skyr upp á gamla mátann, skyrkonfekt og osta. Nú eða lífrænt lambakjöt frá nágrönnum þeirra á Ytri Fagradal. 
Erpsstöðum, 371 Búðardal (dreifbýli)
868 0357 /
Facebook

Guðlaug er heit laug í grjótgarðinum á Langasandi með stórkostlegu útsýni.

LAUGAR OG SPA 

26. GUÐLAUG
Í grjótgarðinum á Langasandi er komin fullkomin aðstaða fyrir sjósund. Þar eru heitir pottar á tveimur hæðum, sturtur og einföld búningsaðstaða. Vatnið í Guðlaugu kemur úr einum vatnsmesta hver í Evrópu, Deildartunguhver. 
Langasandi, Akranesi
833 7736 /
Facebook

27. HREPPSLAUG
Lítil og kósí sveitalaug, byggð árið 1928 af Ungmennafélaginu Íslendingi. Laugin er stór hluti af menningarsögu sveitarinnar og er friðlýst. Vatnið sem í hana rennur kemur beint úr uppsprettum í nágrenninu.
Skorradal
437 0027 /
Facebook

28. SUNDLAUGIN HÚSAFELLI
Á milli hraunbreiðna, jökla og umvafin skógarrjóðri er þessi glæsilega sundlaug. Hér er góð aðstaða fyrir allan aldur, góð sundlaug, heitir pottar og rennibraut.
Húsafelli
435 1552 / 
husafell.is

29. LÝSUHÓLSLAUG
Í sundlauginni er náttúrulegt heitt ölkelduvatn beint úr jörðinni, sem talið er hafa heilnæma og græðandi eiginleika. Vatnið er mjög steinefnaríkt og er því grænleitt, óvenjulegt, og alveg eins og við viljum hafa það. 
Lýsuhóli, Snæfellsnesi
433 9917 /
Facebook

Langaholt á Görðum á sunnanverðu Snæfellsnesi er umvafið stórkostlegu útsýni.

TJALDSVÆÐI

30. BJARTEYJARSANDUR
Þrjár fjölskyldur bjóða alla velkomna sem vilja fræðast um lífið í sveitinni. Á bænum eru ýmis húsdýr og fyrir neðan gamla bæinn er hlýlegt tjaldsvæði, sem og gisting í sumarhúsum. Kaupa má gæðakjöt og fleira beint frá býli. 
Hvalfjarðaströnd, Hvalfirði
433 8831 / 891 6626 / 
bjarteyjarsandur.is

31. HÚSAFELL
Gróðursælt og fagurt umhverfi, útivistarparadís með sundlaug í næsta nágrenni og ærslabelgur fyrir krakkana. Hægt að tjalda inni í skjólsælum rjóðrum. Yfir hásumarið er tendraður varðeldur í Hátíðarlundi á laugardagskvöldum. 
Húsafelli
435 1556 /
husafell.is

32. LANGAHOLT
Náttúruperla við sjóinn þar sem róandi sjávarniðurinn syngur þig í svefn. Ljós fjaran er uppspretta endalausra ævintýra og svo er gaman að vaða í sjónum. Hér er einnig níu holu golfvöllur og frábær veitingastaður á hótel Langaholti. 
Garðar Staðarsveit, Snæfellsnesi
435 6789 /
langaholt.is

33. HELLISSANDUR
Tjaldsvæðið kúrir í hrauninu fyrir ofan þorpið þar sem öll nauðsynleg þjónusta er innan seilingar. Stutt að ganga í ævintýralegar fjörur og sólsetrin við Breiðafjörð eru óviðjafnanleg. 
Við Sandahraun, Hellissandi
433 6929

34. FLATEY
Hér ríkir kyrrð og friðsæld og það er eins og tíminn standi í stað. Tjaldsvæðið er í fallegu umhverfi, sem gaman er að ganga um og skoða. Fjölskrúðugt fuglalíf, gömul hús og dásamlegt útsýni gera tjaldútileguna ógleymanlega.
Flatey í Breiðafirði

Nýp á Skarðsströnd í Dalasýslu.

GISTING 

35. HÓTEL BÚÐIR
Tvímælalaust eitt fegursta sveitahótel landsins staðsett í einstöku umhverfi í þokkabót. Þrátt fyrir langa sögu er það búið öllum nútímaþægindum og prýðir veitingastað, sem er rómaður fyrir frumleika, gæði og ferskt hráefni. 
Búðum, Snæfellsnesi
435 6700 /
hotelbudir.is

36. NÝP
Fjölskyldurekið gistiheimili í Dölunum þar sem handverk og fegurð einkenna umhverfið. Arkítektateymið Studio Bua hannaði áhugaverðar breytingar á gamla bóndabænum. Hér er hægt að njóta kyrrðar, gönguferða og fuglaskoðunar. Morgunmatur með heimabökuðu brauði, berjasultu og grænmeti úr garðinum. 
Skarðsströnd, Dalabyggð
896 1930 /
nyp.is

HOSTEL.IS
Farfuglaheimili má finna um allt land en þau bjóða upp á hagkvæma og fjölbreytta gistimöguleika. Í sumar er lögð sérstök áhersla á fjölskylduvæna gistingu og boðið er upp á rúmgóð fjölskylduherbergi með sameiginlegu eldhúsi. Börn yngri en 16 ára gista frítt með fjölskyldunni. Sjá sumartilboð.
575 6700 / hostel.is

HEY ÍSLAND
Ferðaþjónusta bænda býður upp á 160 gistimöguleika, allt frá litlum kósí stöðum fyrir pör yfir í stórar einingar, fullkomna fyrir hópa. Af hverju ekki að prófa bændagistingu, sumarhús, íbúðir, eða splæsa í flott sveitahótel? Alltaf umvafin fallegri íslenskri sveit.
570 2700 / hey.is

ANNAÐ

SUNDLAUGAR 
Akranes
Borgarnes
Varmaland
Kleppsárreykir
Stykkishólmur 
Grundarfjörður 
Ólafsvík 
Sælingsdalslaug

ON HRAÐHLEÐSLUSTÖÐVAR
Akranesi, Dalbraut 1
Borgarnesi, Brúartorgi 1
Borgarnesi, Hamar
Andakílsárvirkjun, Skorradalshreppi (AC)
Reykholti, Borgarfirði
Vegamót, Snæfellsnesi
Ólafsvík, Ólafsbraut 27
Búðardal, Vesturbraut 10

VÍNBÚÐIN 
Akranes, Kalmansvöllum 1
Borgarnes, Borgarbraut 58-60
Búðardalur, Vesturbraut 15

NETTÓ 
Borgarbraut 58-60, Borgarnesi 

Tögg úr greininni
, , ,