SUÐURLAND

SUÐURLAND

Stórbrotnir jöklar, svartir sandar, hraunbreiður, vötn og fossar gera Suðurland að einstaklega fjölbreyttum og áhugaverðum áfangastað. Hér er sögufrægasti og vinsælasti ferðamannastaður landsins, stærsta stöðuvatnið, frægasti goshverinn og flest gróðurhúsin og hingað kom Ingólfur Arnarson fyrst að landi.

LEIÐAVÍSIR UM SUÐURLAND
GRÆNIR HANDVALDIR STAÐIR SEM STUÐLA AÐ BETRI UPPLIFUN, SJÁLFBÆRNI OG GLEÐI! 

Fjaðrárgljúfur vestur af Kirkjubæjarklaustri.

NÁTTÚRA

1. GARÐSKAGAVITI
 Glæsilegur viti, byggður 1944, í fögru umhverfi þar sem dökkir klettar og ljós sandurinn myndar skemmtilegar andstæður. Gaman er að ganga eftir fjörunni og fylgjast með líflegu fuglalífinu. 

2. ELDGOSIÐ Í GELDINGADÖLUM
Það er alls óvitað hversu lengi eldgosið í Geldingadölum sem hófst 19.mars 2021 mun standa yfir. Og eldgosið og hraunrennslið eru breytileg degi til dags. Slysavarnafélagið Landsbjörg uppfærir daglega upplýsingar um aðgengi að gosstöðvunum á safetravel.is.

3. KRÝSUVÍK
Sjóðandi leirhverir við Seltún, svartar sandfjörur Kleifarvatns og óvenjulegur litur Grænavatns gerir þetta svæði að einstakri upplifun, bæði til útivistar og náttúruskoðunar.

4. KERLINGAFJÖLL
Hér fer saman stórkostlegt landslag og fjölbreytt jarðfræði. Samspil jökla og jarðhita, gróðurs og gróðurleysis skapar einstaka litadýrð og myndræna sýn.

5. LANDMANNALAUGAR
Gangan vinsæla um „Laugaveginn“ byrjar oftast hér en vegir 225 og 208 liggja inn í Laugarnar. Ægifagurt svæðið er umlukið litríkum líparítfjöllum, sem hægt er að dást að úr heitri náttúrulauginni.

6. REYNISFJARA
Kolsvartur sandur og hvítfyssandi öldur eru mögnuð náttúrufyrirbæri en jafnframt ber að varast hættuna sem þeim fylgir. Í fjörunni má sjá stuðlaberg, hella og Reynisdranga, sem samkvæmt þjóðsögunni eru steinrunnin tröll.

7. FJAÐRÁRGLJÚFUR
Stórbrotið gljúfur sem Fjaðrá rennur í gegnum en vegur 206 liggur þangað. Hægt að ganga á gljúfurbarminum og njóta útsýnisins eða fara ofan í gljúfrið og vaða ána með klettaveggjum til beggja handa, og fara jafnvel alla leið að fossinum innst í gljúfrinu.

8. SKAFTAFELL
Í skógivöxnu umhverfi milli stórskorinna fjalla og hrikalegra jökla stendur veðurparadísin Skaftafell. Þar liggur auðveld gönguleið að hinum fagra Svartafossi, sem steypist 20 m niður stuðlabergsveggi.

9. FJALLSÁRLÓN Á BREIÐAMERKURSANDI
Einstakt lón þar sem kyrrðin er eingöngu rofin af brestum í jöklinum og þeim ótal ísjökum sem mara þar í hálfu kafi.

10. JÖKULSÁRLÓN
Ísjakarnir í lóninu hafa verið hluti af Breiðamerkurjökli í árhundruði. Þegar sjórinn hefur tekið við þeim, skolar hann þeim aftur upp á svarta ströndina þar sem sindrar á þá eins og risavaxna demanta, enda kalla erlendir ferðamenn ströndina „The Diamond Beach“.

Þórbergssetur á Hala í Suðursveit. Reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund.

MENNING OG AFÞREYING

11. BÁTASÝNING GRÍMS KARLSSKONAR 
Einstök sýning með meira en 100 handgerð líkön af íslenskum skipum og bátum eftir sjómanninn og bátasmiðinn Grím Karlsson. Hugað er að hverju smáatriði og á hverju ári bætir Grímur við nýjum líkönum.
Duusgötu 2-8, Reykjanesbæ
420 3245 / sofn.reykjanesbaer.is

12. BLÁA LÓNIÐ
Það er einstök upplifun að baða sig í lóninu sem National Geographic hefur valið sem eitt af 25 undrum veraldrar. Lónið er jarðsjór í bland við ferskvatn og er ríkt af steinefnum, kísil og þörungum sem hafa reynst vel við ýmsum húðkvillum.
Norðurljósavegur 9, Grindavík
420 8800 / bluelagoon.com

13. HAFNARBORG
Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar er aðsetur veglegs listaverkasafns bæjarins. Hafnarborg stendur fyrir fjölda framúrskarandi atburða og sýninga á hverju ári sem ætlað er höfða til mismunandi hópa. Staður sem listunnendur mega ekki láta fram hjá sér fara.
Strandgata 34, Hafnarfirði
585 5790 / hafnarborg.is

14. BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR
Byggðasafn Hafnarfjarðar varpar ljósi á menningarsögu Hafnarfjarðar og heldur úti fjölbreyttum sýningum og fróðlegum viðburðum í sögufrægum húsum víðsvegar um bæinn. Sýningarnar henta fyrir unga sem aldna og aðgangur er ókeypis. Að heimsókn lokinni er tilvalið að fara í göngutúr eftir Strandstígnum og viðra fyrir sér útsýnið yfir fjörðinn og anda að sér fersku sjávarloftinu.
Vesturgötu, Hafnarfirði
585 5780 / hafnarfjordur.is

15. ÞJÓÐMINJASAFNIР
Hér er farið í gegnum söguna og skoðaðir íslenskir fjársjóðir, allt frá landnámi og til nútímans. Viltu upplifa víkingaöld? Hér er hægt að skoða og koma við hluti í nútímalegri sýningu. Á jarðhæðinni er einstaklega falleg safnbúð og gott kaffihús, þar sem gott er að enda leiðangurinn á.
Suðurgata 41, Reykjavík
530 2200 / tjodminjasafn.is

16. VIÐEY ISLAND – BY FERRY
Náttúruparadísin Viðey er nokkurna mínutna fjarlægð frá Reykjavík með ferjunni og því tilvalið að skeppa í siglingu þangað. Eyjan er frábært útivistarsvæði fyrir alla fjölskylduna. Þar er fróðlegt safn með reglulegum viðburðum og sýningum, veitingastaður, kaffihús og síðast en ekki síst prýðir eyjuna listaverkið Friðarsúlan eftir Yoko Ono. 
Old Harbour and Skarfabakki Pier, Reykjavík
533 5055 / videy.com

17. GLJÚFRASTEINN
Í 20 mínútna fjarlægð frá Reykjavik er Gljúfrasteinn, heimili og vinnustaður Halldórs Laxness í hálfa öld. Gljúfrasteinn er nú rekið sem safn til minningar um ævi og störf nóbelskáldsins. Boðið er upp á hljóðleiðsögn um húsið en það stendur nær óbreytt frá hans tíð. Gljúfrasteinn er í anda af módernisma og heimilið prýðir fjöldan allan af þekktum hönnunargripum, listaverkum og bókum úr eigu skáldsins.
Þingvallavegi, Mosfellsdal
586 8066 / gljufrasteinn.is

18. LAUGASKARÐ
Vel staðsett laug, umlukin gróðri og fallegu útsýni. Hituð með jarðgufu og þarf mun minni klór en flestar laugar.
Laugarskarði, Hveragerði
483 4113 / Facebook

19. LISTASAFN ÁRNESINGA
Safnið er rómað fyrir framúrstefnulegar og ferskar listsýningar og viðburði. Notalegt kaffihús er á safninu. Ókeypis aðgangur!
Austurmörk 21, Hveragerði
483 1727 / listasafnarnesinga.is

20. BOBBY FISHER SETRIÐ
Skyldustopp fyrir skákáhugafólk en setrið var stofnað Bobby Fisher til heiðurs. Farið er yfir líf hans í máli og myndum og sýndir munir frá skákmóti aldarinnar 1972.
Austurvegi 21, Selfossi
894 1275 / fischersetur.is

21. SECRET LAGOON
Gamla náttúrulaugin á Flúðum eða The Secret Lagoon eins og hún er kölluð, er elsta laug landsins, frá árinu 1891. Laugin hefur verið endurbyggð í upprunalegri mynd að viðbættri glæsilegri búningaaðstöðu og veitingasölu. Laugin er alltaf 38–40°C og því einstaklega hlý og notaleg. Þeir sem vilja gera vel við sig geta pantað sér drykk ofan í laugina. Vegna mikilla vinsælda er vissara að panta tíma með fyrirvara.
Hvammsvegi, Flúðum
555 3351 / secretlagoon.is

22. LAVA CENTRE
Lærðu um hina gríðarmiklu krafta sem mótuðu Ísland fyrir milljónum ára á þessu magnaða, gagnvirka safni. Notalegt kaffihús og gjafaverslun á staðnum.
Austurvegi 14, Hvolsvelli
415 5200 / lavacentre.is

23. MIDGARD ADVENTURE
Upplifðu ævintýraferð og afþreyingu með Midgard á Hvolsvelli. Midgard Base Camp býður uppá fjölbreytta gistimöguleika fyrir einstaklinga eða hópa í styttri og lengri ferðir. Þar er einnig glæsilegur veitingastaður og bar og á þakinu er heitur pottur og gufa með stórbrotnu útsýni.
Dufþaksbraut 14, Hvolsvelli
578 3370 / midgardbasecamp.is

24. RIBSAFARI
Útsýnisferðir um Vestmannaeyjar þar sem þotið er um á slöngubátum með viðkomu í skemmtilegum hellum. Frábært tækifæri til að kynnast eyjunum á nýjan hátt.
Áshamri 48, Vestmannaeyjum
661 1810 /
ribsafari.is

25. SKÓGASAFN
Safn við rætur Eyjafjallajökuls, sem sýnir menningararf svæðisins, s.s. atvinnutæki, listiðn, húsakosti og rit, allt frá landnámi til samtímans.
Skógum, Hvolsvelli (dreifbýli)
487 8845 / skogasafn.is

26. ICELAND BIKEFARM
Lítið fjölskyldufyrirtæki sem býður upp á fjallahjólaferðir, fjallahjólanámskeið og ýmsa viðburði. Heimsklassa hjólaslóðar á stóru landsvæði, byggðir á gömlum kindastígum. Gisting í A-húsum, eldunar- og grillaðstaða.
Mörtunga 2, Kirkjubæjarklaustri (dreifbýli)
692 6131 / icelandbikefarm.is

27. ÞÓRBERGSSETUR
Þórbergur Þórðarson var meðal fremstu höfunda Íslands á 20. öld. Setrið veitir innsýn í verk hans og daglegt líf í héraðinu. Byggingin er eins og risavaxin bókahilla með verkum meistarans!
Hali Suðursveit, Höfn í Hornafirði (dreifbýli)
478 1078 / thorbergur.is

Hendur í Höfn í Þorlákshöfn býður uppá hágæða veitingar úr besta fáanlega hráefni.

VEITINGAR

 28. LIBRARY BISTRO/BAR
Einn svalasti bistro/bar landsins, enda hefur staðurinn hlotið mikið lof fyrir flotta hönnun og andrúmsloft. Ekta staður þar sem gaman er að setjast niður og njóta líðandi stundar. Boðið er upp á fjölbreyttan mat og drykk. 
Hafnargötu 57, Reykjanesbæ
421 5220 / librarybistro.is

29. BRYGGJAN 
Kósí kaffihús þar sem gaman er að sitja og fylgjast með lífinu við höfnina og bragða á humarsúpunni góðu, sem er frægasti rétturinn á matseðlinum og heimabökuðum kökum.
Miðgarði 2, Grindavík
426 7100 / bryggjan.com

30. HENDUR Í HÖFN
Á þessari heillandi veitingastofu býður Dagný upp á hágæðafæðu úr héraði, sem eldað er á staðnum. Ljúffengar nýbakaðar kökur og brauð fást á hverjum degi, líka án glúteins.
Selvogsbraut 4, Þorlákshöfn
848 3389 / hendurihofn.is

31. SUNNLENSKA BÓKAKAFFIÐ
Á þessu sjarmerandi bókakaffi sameinast það sem Íslendingum finnst skemmtilegast; að drekka gott kaffi og uppgötva góðar bækur. Notalegt andrúmsloft og fyrsta flokks veitingar, enda er bókakaffið mjög vinsælt meðal heimafólks.
Austurvegi 22, Selfossi
482 3079 / Facebook

32. GRÆNA KANNAN
Drykkir og meðlæti úr lífrænt vottuðu hráefni. Ávextir og grænmeti koma beint úr gróðurhúsinu. Girnilegar kökur, bökur og brauð úr bakaríinu ásamt marmelaði, chutney, salsasósum og súpum frá matvinnslu Sólheima.
Sólheimar, Selfossi (dreifbýli)
480 4477 /
solheimar.is

33. MIÐGARÐUR
Ljúffengur matur fyrir lúna ferðalanga. Saðsöm súpa er á boðstólum í hádeginu en lax, lamb eða grænmetisréttir á kvöldin. Skolað niður með bjór, brugguðum í héraði, lífrænu víni eða heimagerðu límonaði.
Dufþaksbraut 14, Hvolsvelli
578 3180 /
midgardbasecamp.is

34. GOTT
Matargerðarsnillingarnir og hjónin Sigurður og Berglind starfrækja tvo GOTT veitingastaði; í Reykjavík og Vestmannaeyjum. Ríflegir skammtar af ljúffengum og heilnæmum mat úr fersku hráefni.
Bárustíg 11, Vestmannaeyjum
514 6868 / gott.is

35. SLIPPURINN
Þessi fjölskyldurekni veitingastaður við höfnina í Vestmannaeyjum er meðal best geymdu leyndarmála Íslands. Fersk nálgun á hefðbundna íslenska rétti þar sem villtar jurtir og hráefni úr héraði eru í forgrunni.
Strandvegi 76, Vestmannaeyjum
481 1515 / slippurinn.com

36. SUÐUR-VÍK
Veitingastaðurinn er vinsæll meðal heimamanna, jafnt sem ferðalanga. Vinsælustu réttir staðarins eru steikarsamlokur, pítsur og heimagerður rjómaís. Mætið snemma eða bókið borð.
Suður-Vík, Vík í Mýrdal
487 1515 / Facebook

37. GÍGUR
Ljúffengir gæðaréttir beint frá býli, enda ræktar Hótel Laki sambandið við bændur í nágrenninu. Við mælum sérstaklega með hægelduðu lambaskönkunum.
Efri-Vík, Kirkjubæjarklaustri
412 4600 / hotellaki.is

38. PAKKHÚS
Fallegur veitingastaður við höfnina, sem einbeitir sér að staðbundnu hráefni af svæðinu ásamt öðrum sælkeramat. Gott úrval af barnaréttum.
Krosseyjarvegi 3, Höfn í Hornafirði
478 2280 /
pakkhus.is

Sveitabúðin Una á Hvolsvelli býður uppá úrvals matvöru beint frá býli.

VERSLUN Í HEIMABYGGÐ

39. VALA LISTHÚS
Á Sólheimum fást listmunir og lífrænt grænmeti, ræktað á staðnum. Einnig fást handsápur, hunangskrem og baðsölt úr jurtum. Allar vörur og listaverk eru framleidd af fjölhæfum íbúum Sólheima.
Sólheimum, Grímsnesi
480 4400 / solheimar.is

40. AKUR LÍFRÆNT GRÆNMETI
Komdu við hjá ræktendum og kauptu lífrænt grænmeti og ýmsar vörur unnar úr heimaframleiðslunni, eins og súrsað og þurrkað grænmeti, sultur og piparmauk.
Akur, Biskupstungum (dreifbýli)
486 8966 / akurbisk.is

41. SVEITABÚÐIN UNA
Skemmtilegt stopp á Hvolsvelli! Í rauðum bragga er verslun með lopa, lopapeysur, húfur, vettlinga, handverk úr héraði og fleira. Nýlega bættist við markaður með brakandi ferskt grænmeti og úrval af kjöti, allt beint frá býli.
Austurvegi 4, Hvolsvelli
544 5455 / Facebook

Náttúruperlan Þakgil er staðsett milli Mýrdalsjökuls og Mýrdalssands, 14 km frá þjóðveginum.

ANNAÐ

VÍNBÚÐIN 
Höfn í Hornafirði, Miðbæ, Litlubrú 1
Kirkjubæjarklaustur, Klausturvegi 15
Vík í Mýrdal, Ránarbraut 1
Hvolsvöllur, Austurvegi 1
Hella, Suðurlandsvegi 1
Selfoss, Larsenstræti 3
Hveragerði, Sunnumörk 2
Þorlákshöfn, Selvogsbraut 41
Vestmannaeyjar, Vesturvegi 10
Flúðir, Akurgerði 4
Reykjanesbæ, Krossmóum 4
Grindavík, Víkurbraut 62

Tögg úr greininni
, , ,