Sveppir og ljósmyndun
Svanhildur Egilsdóttir, líffræðingur og líffræðiljósmyndari, starfar sem ljósmyndari hjá Hafrannsóknastofnun, þar sem hún myndar hin ýmsu sjávardýr. Hún hefur mikinn áhuga á sveppatínslu og hafa sveppir gjarnan orðið að ljósmyndaefni hjá Svanhildi, sem annars ljósmyndar bæði dýr og plöntur í frístundum sínum. Svanhildur segir tæknina og tækin vera aðalatriðið þegar kemur að því að taka góðar líffræðiljósmyndir. Sem dæmi stillir hún sveppunum upp í þessari myndaseríu útivið þegar ekki er mikil sól, hefur lokunarhraðann mjög mikinn og notar flass til þess að ná fram svarta bakgrunninum sem gefa myndunum þessa einstöku dýpt.