Fætur
Ef það er útlit fyrir rigningu og hlýtt veður vel ég góðar göngubuxur, með þröngum skálmum sem hægt er að smella yfir skóna. Þá er ekki þörf á legghlífum til að varna því að bleyta eða snjór sullist ofan í skóna. Ég mæli með að velja göngubuxur úr teygjanlegu efni, sem eru þannig í sniðinu að þær síga ekki niður.
Ég er með léttar, vatnsheldar Gore-tex buxur í bakpokanum og get smeygt mér í þær ef það fer að rigna. Buxurnar pakkast vel og taka ótrúlega lítið pláss í bakpokanum. Þær eru með rennilás sem nær upp á miðja ökkla svo ég þarf ekki að fara úr skónum til að klæða mig í þær.
Sokkarnir eru líka úr ull og þeir eiga að sitja vel. Mér finnst gott að þeir séu með teygju yfir ristina, þá eru þeir ekki á hreyfingu inni í skónum og valda ekki blöðrum eða særindum. Nauðsynlegt er að endurnýja sokkana reglulega. Fyrir langar ferðir kaupi ég alltaf eitt nýtt sokkapar.
Gönguskórnir þurfa að vera með góðum botni og stuðning við ökklann. Ef botninn er lélegur þreytist maður fyrr og hætta er á ökklameiðslum ef ekki er nægjanlegur stuðningur við hann.