VILLTA VESTRIÐ

VESTFIRÐIR

Djúpir firðir og fagrir dalir, ósnortin náttúra, iðandi mannlíf og menning er eitt af því sem dregur fólk að Vestfjörðum. Hér er stærsta fuglabjarg Evrópu og flestar náttúrulaugar landsins með fullkomnu hitastigi til að baða sig í. Sumar þeirra uppi í fjallshlíð en aðrar niðri í fjöru og allt þar á milli.

9,400 km²
7100 íbúar 
2% landsmanna
westfjords.is

LEIÐAVÍSIR UM VESTFIRÐI
GRÆNIR HANDVALDIR STAÐIR SEM STUÐLA AÐ BETRI UPPLIFUN, SJÁLFBÆRNI OG GLEÐI! 

Dynjandi er 100 m hár foss í Arnarfirði á Vestfjörðum.

NÁTTÚRA

1. RAUÐISANDUR
Rauðgylltur sandur, svo langt sem augað eygir. Ævintýri líkast er að ganga á sandinum, sem best er að upplifa á tásunum. Vegur 614.

2. LÁTRABJARG
Ekki fyrir lofthrædda en fegurðin og útsýnið er þess virði að leggja leið sína á þennan vestasta odda Evrópu, sem geymir eitt stærsta fuglabjarg heims. Vegur 612.

3. DYNJANDI
Það er tilkomumikið að sjá stærsta foss Vestfjarða falla 100 metra niður eftir stölluðu bergi í hlíðum Arnarfjarðar. Upp með fossinum er stígur, sem gefur færi á að njóta fegurðinnar frá mörgum sjónarhornum.

4. LAMBAGILSFOSS Í HESTFIRÐI
Innst í þessum langa og mjóa firði er ekið eftir vegi 61 og þá kemur í ljós tignarlegur foss, umlukinn rauðskreyttu bjargi. Fossinn er í hvarfi frá þjóðveginum en það er vel þess virði að fara í göngutúr upp að honum.

5. DJÚPAVÍK
Í skjóli hrikalegra fjalla hvílir þessi friðsæla vík, sem á sér stutta en magnaða síldarvinnslusögu. Létt ganga er upp að Djúpavíkurfossi þaðan sem njóta má magnaðs útsýnis. Vegur 643.

Listasafn Samúels Jónssonar í Selárdal.

MENNING OG AFÞREYING

6. SKRÍMSLASETRIÐ
Arnarfjörður er ekki einungis rómaður fyrir fegurð sína heldur skrímsli, fjörulalla og aðrar kynjaskepnur. Skrímslasetrið veitir gestum innsýn í heim sjávarskrímsla í gagnvirkri margmiðlunarsýningu.
Strandgötu 7, Bíldudal
456 6666 /
skrimsli.is

7. LISTASAFN SAMÚELS Í SELÁRDAL
Í Selárdal er safn af útilistarverkum myndlistarmannsins Samúels Jónssonar (1885-1969). Þetta er drjúgur bíltúr en í leiðinni er tilvalið að skoða búið hans Gísla á Uppsölum sem er í nágrenninu.
Selárdal, Arnarfirði (dreifbýli)
698 7533 /
sogumidlun.is

8. RAGGAGARÐUR
Skemmtilegur áfangastaður fyrir fjölskylduna með alls kyns leiktækjum, góðri grillaðstöðu, bekkjum og borðum.
Nesvegi 1, Súðavík
raggagardur.is 

9. SALTVERK
Hér fer fram vinnsla á sjávarsalti þar sem jarðhiti er nýttur við framleiðsluna. Hægt er að fá leiðsögn og fylgjast með hvernig sjálfbær saltframleiðsla fer fram og grípa ferskt salt með í ferðalagið.
Reykjanesi, Ísafjarðardjúpi
519 6510 /
saltverk.com

10. THE FACTORY – DJÚPAVÍK
The Factory er árleg listasýning í gamalli síldarverksmiðju á Djúpavík. Þessi samsýning alþjóðlegra listamanna blandar saman ólíkum listgreinum í eitt rými: textíll, skúlptúr, málverk, ljósmyndir og innsetningar.
Gamla síldarverksmiðjan, Djúpavík.
Facebook

11. KÖRT
Eitt minnsta minja- og handverkshús á Íslandi. Hér er varðveitt saga og minjar úr landsins afskekktustu sveit. Mælum með að biðja um leiðsögn.
Árnesi II, Trékyllisvík
451 4025

Dokkan Brugghús á Ísafirði er fyrsta vestfirska handverksbrugghúsið.

VEITINGAR

12. HEIMABYGGÐ
Umhverfisvænt grænkerakaffihús, sem umvefur þig ilmi af nýbökuðu súrdeigsbrauði, bakkelsi og kaffidrykkjum. Á kvöldin er gott að tylla sér niður, hlusta á tónlist með einn kaldan og popp á kantinum.
Aðalstræti 22b, Ísafirði
697 4833 / Facebook

13. DOKKAN BRUGGHÚS
Í hráu iðnaðarhúsnæði við höfnina leynist Dokkan Brugghús, fyrsta vestfirska handverksbrugghúsið. Tilvalið að gera sér dagamun og bragða á því sem rennur úr krönum Dokkunnar.
Sindragötu 11, Ísafirði
788 1980 /
dokkanbrugghus.is / Facebook

14. LITLIBÆR SKÖTUFIRÐI
Í steinhlöðnu torfhúsi má fá kaffi og íslenskt meðlæti, gert á gamla mátann. Ef veður leyfir er notalegt að sitja utandyra og njóta útsýnisins.
Skötufirði, Ísafjarðardjúpi
894 4809 / 456 4809 /
litlibaer.is / Facebook

15. HEYDALUR RESTAURANT
Mæðginin Stella og Gísli hafa sett saman matseðil með hráefni frá sínu eigin býli og nágrenni. Veldu á milli bleikju, lambs eða grænmetisrétta á meðan börnin ræða við Kobba, páfagaukinn málglaða.
Mjóafirði, Ísafjarðardjúpi
456 4824 /
heydalur.is

16. KAFFIGALDUR
Veitingastaðurinn í Galdrasafninu lætur ekki mikið yfir sér en á matseðlinum er dýrindismatur unninn úr hráefni nærliggjandi fjarða. Við mælum með kræklingasúpunni og hnallþóru í eftirrétt.
Höfðagötu 8, Hólmavík
451 3525 /
galdrasyning.is

17. KAFFI NORÐURFJÖRÐUR
Á hjara veraldar er þessi látlausi veitingastaður, sem býður upp á kaffi og meðlæti, eða rétti af matseðli fyrir svanga ferðalanga.
Gamla verbúðin, Norðurfirði, Ströndum
451 4034 /
nordurfjordur.is

Bókabúðin á Flateyri er elsta upprunalega verslun landsins.

VERSLUN Í HEIMABYGGÐ

18. FISKBÚÐIN
Ferskur fiskur þar sem sjálfsafgreiðsla er allan sólarhringinn. Þú skráir kaupin á blað og setur pening í bauk eða millifærir. Auðvelt að grípa með sér á grillið á ferðalaginu.
Strandgötu, Tálknafirði
862 2723 / 893 2723 

19. BÓKABÚÐIN FLATEYRI
Elsta upprunalega verslun landsins með sömu innréttingum og tækjum frá upphafi. Notaðar bækur eru seldar eftir vigt. Gott úrval nýrra bóka, sælgætis, hasarblaða, minjagripa og smávöru.
Hafnarstræti 3, Flateyri
840 0600 /
flateyribookstore.com

20. HÚFUR TIL SÖLU
Er þér kalt á eyrunum? Kíktu þá inn í þennan litla kofa á túnunum við Flateyri þar sem sjálfsafgreiðsla er á húfum með skemmtilegum áletrunum.
Flateyri

21. FISKBÚÐ SJÁVARFANGS
Kári fisksali býður upp á úrval af ferskum fiski, saltfiski, reyktum fiski, harðfiski og súrum hákarli. Frábær staðsetning við aðalhöfnina, beint á móti litlu bátahöfninni.
Sindragötu 11, Ísafirði
869 2429 /
Facebook

22. SÆTT OG SALT SÚKKULAÐI
Hér kemstu í tæri við handgert súkkulaði og konfekt beint frá Elsu Borgarsdóttur, sem framleiðir hágæðavöru í bílskúrnum heima hjá sér. Hringið á undan ykkur.
Eyrardal 2, Súðavík
893 0472

23. HANDVERKSKOFINN
Beint á móti Galdrasafninu er lítill, snotur kofi þar sem handverk úr heimabyggð er selt. Lopapeysur, vettlingar, útskornir fuglar, húfur og fleira krúttlegt til sölu.
Höfðagötu, Hólmavík

Sundlaugin í Laugarnesi við Birkimel á Barðaströnd er með glæsilegu útsýni yfir Breiðafjörð.

LAUGAR OG SPA

24. HELLULAUG Í FLÓKALUNDI
Í flæðarmálinu stendur heitur náttúrupottur í skjóli klettaveggja með útsýni yfir Vatnsfjörðinn. Það komast fáir ofan í og það er engin búningsaðstaða.
Vatnsfirði (nálægt Hótel Flókalundi)
456 2011 /
flokalundur.is

25. SUNDLAUGIN BIRKIMEL
Örstutt frá fjörunni, neðan Krossholta, er gömul og notaleg sundlaug og hlaðinn náttúrupottur í flæðarmálinu. Sundlaugin er byggð af Ungmennafélagi Barðastrandar og hér lærðu Barðstrend ingar áður fyrr að synda.
Lauganesi við Hagavaðal, Barðaströnd
456 2080 / 456 2040

26. POLLURINN
Í hlíðinni fyrir ofan Tálknafjörð eru heitir pottar sem eru vinsæll viðkomustaður heimamanna og ferðamanna. Úr pottunum er víðsýnt yfir fjörðinn. Búningsaðstaða er á staðnum.
Sveinseyri, Tálknafirði (dreifbýli)
456 2638 /
talknafjordur.is

27. REYKJARFJARÐALAUG Í ARNARFIRÐI
Gömul steypt laug, sem blasir við frá þjóðveginum. Rétt fyrir ofan hana er hlaðin heit setlaug. Við laugina stendur lítill kofi þar sem hafa má fataskipti. Vegur 63, stendur við afleggjarann frá Reykjafirði neðri.
Bíldudal (dreifbýli) 

28. HEYDALUR
Í Mjóafirði er ein óvenjulegasta sundlaug landsins. Hún er í gróðurhúsi og synt er innan um ávexti og grænmeti, sem vex á sundlaugarbakkanum. Fyrir utan eru heitir pottar og handan Heydalsár er heit náttúrulaug.
Heydal, Ísafjarðardjúpi
456 4824 /
heydalur.is

29. HÖRGSHLÍÐARLAUG
Steinsteypt, lítil laug í sjávarmálinu, austanmegin í Mjóafirði. Þar er lítill kofi til að skipta um föt og baukur til að setja í pening. Frábært að kæla sig niður í sjónum og láta svo líða úr sér í heitri lauginni.
Mjóafirði, Ísafjarðardjúpi

30. REYKJANESLAUG
Við gamla Héraðsskólann í Reykjanesi er 50 metra löng sundlaug, sem áður var skólasundlaug. Vatnið er heitt og notalegt og gerir laugina í raun að stærsta heitapotti landsins.
Reykjanesi við Ísafjarðardjúp
reykjaneswestfjords.is

31. DRANGSNESPOTTARNIR
Þrír heitir pottar við Aðalbraut, staðsettir í fjöruborðinu þar sem magnað er að sitja í ylnum og njóta útsýnisins. Ágætis búningsaðstaða og frjáls framlög í bauk vel þegin.
Til móts við Grunnskóla Drangsness

32. GVENDARLAUG
Við Hótel Laugarhól er bæði góð sundlaug en einnig Gvendarlaug hin góða, sem mun vera blessuð af biskupnum Guðmundi góða, og er laugin talin hafa mikinn heilunarkraft.
Hótel Laugarhóll, Bjarnarfirði, Ströndum
451 3380 / 698 5133

33. KROSSNESLAUG
Einstaklega fallega staðsett gömul sundlaug í fjörunni. Fjörugt fuglalíf setur sinn svip á umhverfið og stundum skjóta selir upp kollinum á haffletinum.
Krossnesi, Árneshreppi, Ströndum
451 4048 

Skrúðgarðurinn Skrúður á Núpi í Dýrafirði.

TJALDSVÆÐI 

34. MELANES
Á túni rétt við Rauðasand er afskekkt tjaldsvæði með iðandi dýralífi og náttúru allt um kring og einstöku útsýni yfir að Látrabjargi. Frá því liggja skemmtilegar og miserfiðar gönguleiðir.
Melanesi, Rauðasandi
565 1041

35. BREIÐAVÍK
Frá tjaldsvæðinu í Breiðavík horfir þú á gullna sandfjöru, eins langt og augað eygir. Hvert sem litið er má finna einstaka náttúrufegurð, sem hrópar á útivist, t.d. gönguferð eftir ströndinni eða fuglaskoðun.
Breiðavík, Patreksfirði (Dreifbýli)
456 1575 /
breidavik.is

36. TÁLKNAFJÖRÐUR
Þægilegt tjaldsvæði í miðju þorpinu en þaðan er stuttur akstur í steyptu pottana, Pollinn á Sveinseyri. Leiktæki og mínígolfvöllur eru á tjaldsvæðinu.
Strandgötu, Tálknafirði
456 2639 /
talknafjordur.is

37. HEYDALUR Í MJÓAFIRÐI
Hægt að velja um gistingu á hótelherbergi, í sumarhúsi eða á tjaldsvæði. Stórkostlegt svæði, fjarri bílaumferð, þar sem þú getur notið heitra náttúrupotta eða synt í innisundlaug í gróðurhúsi. Kajak- og hestaferðir í boði.
Heydal, Mjóafirði, Ísafjarðardjúpi
456 4824 /
heydalur.is

38. ÓFEIGSFJÖRÐUR
Tjaldsvæðið er á gömlu, grónu túni innan um ósnortna náttúru. Á svæðinu eru skemmtilegar gönguleiðir, sem einkennast af friðsæld og náttúrufegurð.
Ófeigsfirði, Árneshreppi, Ströndum
852 2629

Gamli bærinn vestfjörðum
Litlibær í Skötufirði var reistur árið 1895 en endurbyggður af Þjóðminjasafninu.

GISTING

HOSTEL.IS
Farfuglaheimili má finna um allt land en þau bjóða upp á hagkvæma og fjölbreytta gistimöguleika. Í sumar er lögð sérstök áhersla á fjölskylduvæna gistingu og boðið er upp á rúmgóð fjölskylduherbergi með sameiginlegu eldhúsi. Börn yngri en 16 ára gista frítt með fjölskyldunni. Sjá sumartilboð.
575 6700 / hostel.is

HEY ÍSLAND
Ferðaþjónusta bænda býður upp á 160 gistimöguleika, allt frá litlum kósí stöðum fyrir pör yfir í stórar einingar, fullkomna fyrir hópa. Af hverju ekki að prófa bændagistingu, sumarhús, íbúðir, eða splæsa í flott sveitahótel? Alltaf umvafin fallegri íslenskri sveit.
570 2700 / hey.is

ANNAÐ

SUNDLAUGAR
Bíldudalur
Djúpadalslaug
Drangsnes
Flateyri
Flókalaug
Hólmavík
Patreksfjörður
Suðureyri
Ísafjörður, Sundhöll
Bolungarvík
Birkimelur
Grettislaug
Þingeyri
Tálknafjörður
Reykjafjarðarlaug

ON HRAÐHLEÐSLUSTÖÐVAR
Ísafjörður, Hafnarstræti 21

VÍNBÚÐIN 
Patreksfjörður, Þórsgötu 8
Ísafjörður, Suðurgötu 8
Hólmavík, Höfðatúni 4

NETTÓ 
Ísafjörður, Hafnarstræti 9-13

Tögg úr greininni
, , ,