Ferðast um Vestfirði

VESTFIRÐIR

Djúpir firðir og fagrir dalir, ósnortin náttúra, iðandi mannlíf og menning er eitt af því sem dregur fólk að Vestfjörðum. Hér er stærsta fuglabjarg Evrópu og flestar náttúrulaugar landsins með fullkomnu hitastigi til að baða sig í. Sumar þeirra uppi í fjallshlíð en aðrar niðri í fjöru.

Kort af vestfjörðum

LEIÐAVÍSIR UM VESTFIRÐI
GRÆNIR HANDVALDIR STAÐIR SEM STUÐLA AÐ BETRI UPPLIFUN, SJÁLFBÆRNI OG GLEÐI! 

Dynjandi er 100 m hár foss í Arnarfirði á Vestfjörðum.

NÁTTÚRA

RAUÐISANDUR
Rauðgylltur sandur, svo langt sem augað eygir. Ævintýri líkast er að ganga á sandinum, sem best er að upplifa á tásunum. Vegur 614.

LÁTRABJARG
Ekki fyrir lofthrædda en fegurðin og útsýnið er þess virði að leggja leið sína á þennan vestasta odda Evrópu, sem geymir eitt stærsta fuglabjarg heims. Vegur 612.

DYNJANDI
Það er tilkomumikið að sjá stærsta foss Vestfjarða falla 100 metra niður eftir stölluðu bergi í hlíðum Arnarfjarðar. Upp með fossinum er stígur, sem gefur færi á að njóta fegurðinnar frá mörgum sjónarhornum.

LAMBAGILSFOSS Í HESTFIRÐI
Innst í þessum langa og mjóa firði er ekið eftir vegi 61 og þá kemur í ljós tignarlegur foss, umlukinn rauðskreyttu bjargi. Fossinn er í hvarfi frá þjóðveginum en það er vel þess virði að fara í göngutúr upp að honum.

DJÚPAVÍK
Í skjóli hrikalegra fjalla hvílir þessi friðsæla vík, sem á sér stutta en magnaða síldarvinnslusögu. Létt ganga er upp að Djúpavíkurfossi þaðan sem njóta má magnaðs útsýnis. Vegur 643.

Listasafn Samúels Jónssonar í Selárdal.

MENNING OG AFÞREYING

LISTASAFN SAMÚELS Í SELÁRDAL
Í Selárdal er safn af útilistarverkum myndlistarmannsins Samúels Jónssonar (1885-1969). Þetta er drjúgur bíltúr en í leiðinni er tilvalið að skoða búið hans Gísla á Uppsölum sem er í nágrenninu.
Selárdal, Arnarfirði (dreifbýli)
698 7533 /
sogumidlun.is

SALTVERK
Hér fer fram vinnsla á sjávarsalti þar sem jarðhiti er nýttur við framleiðsluna. Hægt er að fá leiðsögn og fylgjast með hvernig sjálfbær saltframleiðsla fer fram og grípa ferskt salt með í ferðalagið.
Reykjanesi, Ísafjarðardjúpi
519 6510 /
saltverk.com

HELLULAUG Í FLÓKALUNDI
Í flæðarmálinu stendur heitur náttúrupottur í skjóli klettaveggja með útsýni yfir Vatnsfjörðinn. Það komast fáir ofan í og það er engin búningsaðstaða.
Vatnsfirði (nálægt Hótel Flókalundi)
456 2011 /
flokalundur.is

SUNDLAUGIN BIRKIMEL
Örstutt frá fjörunni, neðan Krossholta, er gömul og notaleg sundlaug og hlaðinn náttúrupottur í flæðarmálinu. Sundlaugin er byggð af Ungmennafélagi Barðastrandar og hér lærðu Barðstrend ingar áður fyrr að synda.
Lauganesi við Hagavaðal, Barðaströnd
456 2080 / 456 2040

POLLURINN
Í hlíðinni fyrir ofan Tálknafjörð eru heitir pottar sem eru vinsæll viðkomustaður heimamanna og ferðamanna. Úr pottunum er víðsýnt yfir fjörðinn. Búningsaðstaða er á staðnum.
Sveinseyri, Tálknafirði (dreifbýli)
456 2638 /
talknafjordur.is

REYKJARFJARÐALAUG Í ARNARFIRÐI
Gömul steypt laug, sem blasir við frá þjóðveginum. Rétt fyrir ofan hana er hlaðin heit setlaug. Við laugina stendur lítill kofi þar sem hafa má fataskipti. Vegur 63, stendur við afleggjarann frá Reykjafirði neðri.
Bíldudal (dreifbýli)

HEYDALUR
Í Mjóafirði er ein óvenjulegasta sundlaug landsins. Hún er í gróðurhúsi og synt er innan um ávexti og grænmeti, sem vex á sundlaugarbakkanum. Fyrir utan eru heitir pottar og handan Heydalsár er heit náttúrulaug.
Heydal, Ísafjarðardjúpi
456 4824 /
heydalur.is

HÖRGSHLÍÐARLAUG
Steinsteypt, lítil laug í sjávarmálinu, austanmegin í Mjóafirði. Þar er lítill kofi til að skipta um föt og baukur til að setja í pening. Frábært að kæla sig niður í sjónum og láta svo líða úr sér í heitri lauginni.
Mjóafirði, Ísafjarðardjúpi

REYKJANESLAUG
Við gamla Héraðsskólann í Reykjanesi er 50 metra löng sundlaug, sem áður var skólasundlaug. Vatnið er heitt og notalegt og gerir laugina í raun að stærsta heitapotti landsins.
Reykjanesi við Ísafjarðardjúp
reykjaneswestfjords.is

DRANGSNESPOTTARNIR
Þrír heitir pottar við Aðalbraut, staðsettir í fjöruborðinu þar sem magnað er að sitja í ylnum og njóta útsýnisins. Ágætis búningsaðstaða og frjáls framlög í bauk vel þegin.
Til móts við Grunnskóla Drangsness

GVENDARLAUG
Við Hótel Laugarhól er bæði góð sundlaug en einnig Gvendarlaug hin góða, sem mun vera blessuð af biskupnum Guðmundi góða, og er laugin talin hafa mikinn heilunarkraft.
Hótel Laugarhóll, Bjarnarfirði, Ströndum
451 3380 / 698 5133

KROSSNESLAUG
Einstaklega fallega staðsett gömul sundlaug í fjörunni. Fjörugt fuglalíf setur sinn svip á umhverfið og stundum skjóta selir upp kollinum á haffletinum.
Krossnesi, Árneshreppi, Ströndum
451 4048 

Gamli bærinn vestfjörðum
Litlibær í Skötufirði var reistur árið 1895 en endurbyggður af Þjóðminjasafninu.

VEITINGAR

FRANSKA KAFFIHÚSIР
Sestu niður með franska súkkulaðiköku og kaffi í notalegu umhverfi og upplifðu stórkostlegt útsýni yfir ljósrauðleita strönd Rauðasands. Ef veður leyfir er hægt að tylla sér á veröndina og horfa út að Látrabjargi. Á matseðlinum eru léttir réttir t.d. súpa með flatköku, heimabakaðar vöfflur með rjóma og fjölbreytt bakkelsi. Bjór, vín, kaffi, te og einstök fegurð vilta vestursins.
Kirkjuhvammur 451
791 7791 / franska-kaffihusid.is

FLAK
Í gömlu verbúðinni við höfnina á Patreksfirði má finna skemmtilegan stað sem er allt í senn, krá með fjölbreyttu úrvali af handverksbjór, sjávarfangssjoppa með fiskisúpu sem er ólík öllum öðrum fiskisúpum (vegan útgáfa í boði fyrir grænkera) og menningarhús. Einfalt, staðbundið og gott, er mottóið hér.
Eyrargata, Patreksfjörður
456 0145 / flakflak.is

KAFFI SÓL
Ferðalag um Vestfirði verður ekki fullkomnað nema með heimsókn á Kaffi Sól þar sem útsýnið er himneskt og veitingarnar góðar. Guðrún Hanna rekur kaffihúsið á heimili sínu og tekur blíðlega á móti gestum. Í boði eru þjóðlegir réttir eins og kanilsnúðar, rúgbrauð, reyktur rauðmagi, pönnukökur og fleira. Hægt er að kaupa harðfisk sem er unninn á staðnum. Staður sem vermir hjartað.
Neðri-Breiðadalur, Flateyri við Önundarfj.
866 7706 / Facebook

VAGNINN
Þessi eitursvala vestfirska krá lifnar við á sumrin þegar gestakokkar ráða ríkjum í eldhúsinu. Matseðillinn er fjölbreyttur og samsettur úr gæða hráefni af svæðinu. Fiskurinn er nýveiddur og passar vel við bjórinn sem er í miklu úrvali. Þessi goðsagnakenndi staður er þekktur fyrir lifandi tónlist með topp hljómsveitum, uppistandi og allskonar listviðburðum.
Hafnarstræti 19, 425 Flateyri
456 7751 / Facebook

LITLIBÆR SKÖTUFIRÐI
Í steinhlöðnu torfhúsi má fá kaffi og íslenskt meðlæti, gert á gamla mátann. Ef veður leyfir er notalegt að sitja utandyra og njóta útsýnisins.
Skötufirði, Ísafjarðardjúpi
894 4809 / 456 4809 
litlibaer.is / Facebook

HEYDALUR RESTAURANT
Mæðginin Stella og Gísli hafa sett saman matseðil með hráefni frá sínu eigin býli og nágrenni. Veldu á milli bleikju, lambs eða grænmetisrétta á meðan börnin ræða við Kobba, páfagaukinn málglaða.
Mjóafirði, Ísafjarðardjúpi
456 4824 /
heydalur.is

Fiskbúðin á Tálknafirði
Á Tálknafirði er sjálfsafgreiðsla á ferskum fisk. Opið allan sólarhringinn.

VERSLUN Í HEIMABYGGÐ

FISKBÚÐIN
Ferskur fiskur þar sem sjálfsafgreiðsla er allan sólarhringinn. Þú skráir kaupin á blað og setur pening í bauk eða millifærir. Auðvelt að grípa með sér á grillið á ferðalaginu.
Strandgötu, Tálknafirði
862 2723 / 893 2723 

ANNAÐ

VÍNBÚÐIN 
Patreksfjörður, Þórsgötu 8
Ísafjörður, Suðurgötu 8
Hólmavík, Höfðatúni 4