Vegan spagettí með rjómakenndri tómatsósu

Hér deilum við með ykkur þægilegri og einfaldri máltíð með lífrænu innihaldi frá Rapunzel sem er einnig afar hentugt að grípa með sér í nesti daginn eftir.

SPAGETTÍ FYRIR TVO

 • 250g Rapunzel Emmer-Spaghetti Semola Spaghetti
 • 1 tsk Rapunzel sjávarsalt

Sósa

 • 40g muldnar kasjúhnetur
 • ½ avocado
 • Handfylli fersk basilíka
 • 60g sólþurrkaðir tómatar í ólívuolíu frá Rapunzel
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 1 tsk chilli flögur
 • 3 msk olía af sólþurrkuðum tómötum
 • 4 msk soð af spagettí
 • 1 msk Rapunzel hlynsýróp

Til skreytingar

 • Smá basilíka
 • 30g muldnar kasjúhnetur
 • Salt
 • Pipar

Aðferð

Eldið spaghetti samkvæmt upplýsingum á pakka. Blandið öllum innihaldsefnum sósunnar saman í hrærivél þangað til fín áferð hefur myndast. Þegar spagettíið er tilbúið, takið frá smá soð og geymið. Blandið síðan spagettíinu vel saman við sósuna og soðið. Berið fram með basil, kasjúhnetum, salti og pipar.

Verði ykkur að góðu!


Rapunzel vörur fást meðal annars í Víði, Fjarðarkaup, Nettó og Hagkaup.

Lífræna merkið Rapunzel er fyrirtæki mánaðarins á IBN.IS.Lestu meira um fallega sögu merkisins HÉR.

Gjafaáskrift

Gefðu fallega og innihaldsríka gjöf Skoða nánar

FÆÐA/FOOD - fyrir matgæðinginn

Sérrit Í Boði náttúrunnar um mat og matarmenningu á íslensku og ensku. skoða nánar

Tögg úr greininni
, , ,

2 athugasemdir

Taktu þátt í umræðunni