Ferðast um Austurland

AUSTURLAND

Tignarleg fjöll og fossar, skógar og óþrjótandi gönguleiðir eru aðeins nokkrar af fjölmörgum ástæðum þess að heimsækja Austurland. Falleg þorp, hvert með sínu sniði, iða af mannlífi. Hvergi eru fleiri hreindýr en hérna og aðgengi að lundaskoðun er með því besta á landinu.

LEIÐAVÍSIR UM AUSTURLAND
GRÆNIR HANDVALDIR STAÐIR SEM STUÐLA AÐ BETRI UPPLIFUN, SJÁLFBÆRNI OG GLEÐI! 

Fjaran í Atlavík.

NÁTTÚRA

STUÐLAGIL
Eftir að vatnsmagnið í Jökulsá á Dal, Jöklu, minnkaði með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar kom þetta magnaða stuðlabergsgil í ljós. Vegur 923 um Jökuldal liggur að Grund en frá bílastæðinu er fimm mínútna ganga eftir bröttum stíg að gilinu. Til að komast ofan í gilið er ekið að því austanmegin, að bænum Klausturseli þaðan sem gönguleið liggur niður í gilið.

STÓRURÐ
Magnað sjónarspil sléttra grasbala, túrkísblárra tjarna og risavaxinna bjarga blasir við eftir rúmlega tveggja tíma göngu frá Vatnsskarði eystra á vegi 94. Í kring gnæfa stórbrotin Dyrfjöllin, sem fullkomna þessa einstöku náttúruperlu.

HENGIFOSS Í FLJÓTSDAL
Létt tveggja tíma ganga frá bílastæði við veg 933 er að þessum næsthæsta fossi landsins. Hann er umlukinn háum klettaveggjum með áberandi rauðum jarðlögum sem voru forðum skógar er brunnu þegar hraun rann yfir.

HALLORMSSTAÐASKÓGUR
Stærsti og elsti skógur landsins sem hefur að geyma yfir 70 trjátegundir. Þegar skógurinn var friðaður, um aldamótin 1900 var hann gerður að fyrsta þjóðskógi Íslendinga. Friðunin var fyrsta skref þjóðarinnar í átt að náttúruvernd.

KLIFBREKKUFOSSAR
Hver fossinn á fætur öðrum steypist niður hlíðarnar og mynda þeir þannig einstaka fossasyrpu. Hægt er að njóta fegurðarinnar frá vegi 953 í botni Mjóafjarðar eða fara í stutta göngu upp með fossinum.

PÁSKAHELLIR
Skammt frá Norðfjarðarvita á Neskaupstað er hellisskúti í flæðarmálinu þar sem brimið hefur sorfið í björgin. Í hellisveggjunum eru holur eftir trjáboli, sem hraun rann yfir fyrir um tólf milljónum ára. Um 10-15 mínútna ganga er frá bílastæði.

Torfbærinn Sænautasel á Jökuldalsheiði.

 MENNING OG AFÞREYING

SELÁRLAUG
Í fallegu gljúfri við bakka Selár er notaleg laug, rómuð fyrir umhverfi sitt, byggð af félagsmönnum í Ungmennafélagi Vopnafjarðar og vígð árið 1950. Við laugina er sólpallur og nestisaðstaða, heitur pottur og barnalaug.
Selárdal, Vopnafirði (dreifbýli)
473 1499 / Facebook

ÓBYGGÐASETUR ÍSLANDS
A creative exhibit that recreates fascinating tales of history, culture and nature from the Icelandic outback. The owner, a film director and historian, has carefully designed the experience to allow you to forget yourself in a world of outlaws and roaming reindeers, where the forces of nature rule. Located on the edge of Northern Europe’s biggest wilderness, the center’s surroundings are an attraction in itself.
Fljótsdalur, Egilsstöðum (dreifbýli)
440 8822 / wilderness.is 

SÆNAUTASEL
Sænautasel var byggt árið 1843 og margir telja selið fyrirmyndina að heiðarbúskap Bjarts í Sumarhúsum í Sjálfstæðu fólki. Hægt er að fá lifandi leiðsögn og kaffi, kakó og lummur í torfbænum. Þangað er 5 km akstur frá þjóðvegi 1.
Merki, Jökuldalsheiði
853 6491 / Facebook

MINJASAFNIÐ Á BUSTARFELLI
One of the best preserved turf houses in Iceland. Take a journey through the history of farming and changes in lifestyle from the late 18th century to the mid-20th century. The farm has been owned by the same family since 1532, and they still live on site. You can get traditional cakes and coffee at the café.
Bustarfell, Vopnafirði (dreifbýli)
855 4511 / bustarfell.is

LAUGAVALLALAUG
An oasis west of river Jökulsá á Dal, where you can enjoy a hot geothermal stream and shower under a warm waterfall where the stream runs into the valley’s main river. Located 20 km north of dam Kárahnjúkar. Please be wary since the temperature may vary.
Kárahnjúkavegur

FJALLADÝRÐ DAGSFERÐIR
Visit the Central Highlands of Iceland without the hassle of renting a 4WD. Fjalladýrð Tours focuses on small group day trips to places like Askja, the famous caldera known for its lunar landscapes and Herðubreið, the “Queen of Icelandic mountains.” On the Askja Day tour, you’ll get to take a dip in the warm turquoise water of the Víti crater.
Möðrudal, Mývatni
894 8181 / fjalladyrd.is

VÖK FLOATING BATHS
Að baða sig í fljótandi, heitum náttúrulaugum úti í miðju ísköldu Urriðavatni er sannkölluð náttúruupplifun. Við ströndina eru heitir pottar, köld úðagöng, gufubað, laugabar og bistró. Sjálfbærni og virðing fyrir umhverfinu er hér í fyrirrúmi.
Urriðavatn, 5 km frá Egilsstöðum
470 9500 / vok-baths.is

MUSTERIÐ SPA & WELLNESS
Upplifðu slökun og vellíðan í ferðalaginu þínu á Musterið Spa. Í boði eru heitir pottar og gufuböð, bæði inni og úti. Endurnærðu líkama og sál í einstakri kyrrð og fallegu umhverfi.
Gamla Frystihúsinu, Borgarfirði Eystri
847 0085 / blabjorg.is

BAÐHÚSIÐ SPA
Lítil og falleg heilsulind í Gistihúsinu Egilsstöðum með heitri smálaug, sánu, köldum potti og hvíldarsvæði. Tilvalið til að dekra við sig, þvo af sér ferðarykið og borða svo á einum af betri veitingastöðum landsins, Eldhúsinu.
Egilsstöðum 1, Egilsstöðum
471 1114 / lakehotel.is/heilsulind

SKRIÐUKLAUSTUR
Gunnar Gunnarsson skáld lét byggja herragarðshús í Alpastíl 1939. Þar eru sýningar um skáldið, auk listsýninga ásamt fróðleik um rústir munkaklausturs frá 16. öld, sem stendur neðan við húsið.
Kaffihús er á neðri hæð.
Skriðuklaustri, Fljótsdal
471 2990 / skriduklaustur.is

SKAFTFELL MYNDLISTARMIÐSTÖÐ
Listalífið blómstrar á Seyðisfirði og í Skaftfelli er starfsemin helguð myndlist með áherslu á sjónlistir og samtímalist. Í húsinu eru gestavinnustofur fyrir listamenn og kaffihús í kjallara með myndlistarbókasafni.
Austurvegi 42, Seyðisfirði
472 1632 / Facebook

ÍSLENSKA STRÍÐSÁRASAFNIÐ
Hér er horfið aftur til seinni heimsstyrjaldarinnar þegar 4000 hermenn komu til Reyðarfjarðar á meðan íbúarnir voru einungis 300. Áhrifin á samfélagið og menninguna má skoða í upprunalegum bröggum þar sem bíósýning, myndir og stríðsmunir segja þessa einstöku sögu.
Heiðarvegi 37, Reyðarfirði
470 9063 / fjardabyggd.is

EGGIN Í GLEÐIVÍK
Við höfnina á Djúpavogi er útilistarverk eftir Sigurð Guðmundsson, sem samanstendur af 34 risavöxnum skúlptúrum úr slípuðu graníti, sem líkja eftir eggjum jafnmargra varpfugla sem verpa í og við Djúpavog.
Höfnin, Djúpavog
East.is

FJALLSÁRLÓN BÁTSFERÐIR
Cruise among floating icebergs towards a giant glacier. Fjallsárlón is an isolated glacial lagoon in the realm of the famous Vatnajökull Glacier. Escape the crowds and connect with nature in an extraordinary way on a secluded 45-minute guided boat tour. For special occasions, check out the private tour or the luxury tour which includes a picnic and champagne on a secret island.
Fjallsárlóni, Öræfum
666 8006 / fjallsarlon.is

HÖFN – HÆGLÆTISFERÐIR
Specializing in slow adventures, Hulda offers customized tours like the popular two-hour Heart of Höfn walk that winds through the fishing village and ends in a food tasting, as well as kayaking, yoga and mindfulness, and hiking tours. The focus is sustainability with small group sizes and a ‘leave no trace’ policy.
Hafnarbraut 41, Höfn
864 4952 / hofnlocalguide.is

DJÚPAVOGSKÖRIN 
Take a free dip into a geothermal hot tub just south of Djúpivogur town by the ring road. No changing facilities but hidden behind a rock so don’t worry! A borehole provides hot water and some locals have put up two big tubs for people to relax in and enjoy the view of the surrounding fjord. Please make sure to leave no trace behind, even clean up if someone has left some trash.
Þjóðvegur 1, Djúpavogi (dreifbýli)

TINNA ADVENTURE
Summer or winter, Tinna Adventure offers Super Jeep tours to get you off the beaten path. The Wild Reindeer Experience tour offers a unique opportunity to spot reindeer, which can only be found in the east of Iceland. Tours are kept small, in the spirit of slow travel, with a maximum of ten people.
Selnesi 28–30, Breiðdalsvík
832 3500 / tinna-adventure.is

Nielsen restaurant á Egilsstöðum er í elsta húsi bæjarins sem nýlega hefur verið uppgert.

VEITINGAR

ELDHÚSIÐ
Á Gistihúsinu Lake hótel við Lagarfljót finnur þú sannkallaða matarparadís í einstaklega fallegu umhverfi. Á matseðlinum má finna hefðbundna íslenska rétti í nútímalegum búningi og framandi kræsingar, sem gleðja munu augu jafnt sem maga.
Egilsstöðum 1-2, Egilsstöðum
471 1114 /
gistihusid.is

GLÓÐ
A stylish taste of Italy in Egilsstaðir, Glóð offers a wide range of delicious dishes with Mediterranean flair. The star of the show is the crispy woodfired pizza made with traditional Italian ingredients like buffalo mozzarella, pancetta, provolone, and spicy salsiccia sausage. Make sure to save room for the homemade gelato!
Skógarlöndum 3, Egilsstöðum
471 1600 /
glodrestaurant.is

NIELSEN
Í elsta húsi Egilsstaða er boðið upp á notalega og afslappaða matarupplifun og hægt að sitja úti á verönd þegar veður leyfir. Kári Þorsteinsson, fyrrum yfirkokkur á Michelin-stjörnustaðnum Dill, töfrar fram rétti þar sem hráefni úr héraði nýtur sín.
Tjarnarbraut 1, Egilsstöðum
471 2001 / nielsenrestaurant.is

AUSTRI BRUGGHÚS
Handverksbrugghús á Egilsstöðum sem framleiðir hátt í 20 mismunandi tegundir af bjór, sem spennandi er að smakka. Notast er við hráefni úr nágrenninu. Hver vill ekki smakka Skrúð, japanskan hríslager, Herðubreið, lífrænan pils, Steinketil eða Skessu? Boðið er upp á skoðunarferðir um brugghúsið.
Fagradalsbraut 25, Egilsstöðum
456 7898 / Facebook

MÓÐIR JÖRÐ CAFÉ
Built from local wood from their own farm, Vallanes, this Nordic-style hut houses a café as well as a shop for their brand, Móðir Jörð (Mother Earth). A leader in organic agriculture in Iceland, they use their own produce to prepare delicacies, snacks or light meals for their guests. Inspired by the slow food movement, you’ll feel the tranquility and wholeness this place has to offer.
Egilsstöðum (dreifbýli)
471 1747 / modirjord.is

KOL BAR & BISTRO
Located in Hótel Hallormsstaður, you’ll feel like you’re above the treeline as you dine on artfully prepared dishes featuring quality food with a hint of Mediterranean vibe. Order one of the signature cocktails and, if the weather allows, enjoy it in the outdoor seating area overlooking forest and river views.
Hótel Hallormsstaður, Egilsstöðum
471 2400 / foresthotel.is/kol-bistro

LAUF 
Nestled in Iceland’s largest forest, Lauf is one of the two restaurants at Hótel Hallormsstaður, known for its elegant dinner buffet. With a bevy of dishes featuring smoked meat, fish, and salads, you won’t go hungry. Grab a spot in the dining room near the windows for a scenic view of the Lagarfljót river.
Hótel Hallormsstaður, Egilsstöðum
471 2400 / foresthotel.is/kol-bistro

KLAUSTURKAFFI
Íslenskt heimagert hlaðborð eins og það gerist best. Lögð er áhersla á hráefni úr héraði, s.s. ljúffengar hreindýrabollur, hrútaberjaskyrtertu og lerkisveppasúpu. Boðið er upp á hádegis- og kaffihlaðborð með heimabökuðu brauði og kökum sem enginn fer svangur frá.
Skriðuklaustri, Fljótsdal
471 2992 / skriduklaustur.is

ÓBYGGÐASETRIÐ CAFÉ
The passionate locals share their knowledge and invite you into their open kitchen as part of the family, offering you a full Icelandic kitchen experience. They offer local courses, homemade soups, bread, cakes, and desserts. Here you’ll find authentic slow food and slow tourism at its best!
Fljótsdal, Egilsstöðum (dreifbýli)
440 8822 / wilderness.is

HAFNARHÚS CAFE
This visitor center café has harborside views overlooking a puffin colony. During the summer, the outdoor terrace is an ideal spot to relax, try a local beer and watch the puffins fly over the marina. The top floor has an exhibition space showcasing local art.
Hafnarhús, Borgarfjörður eystri
472 1180 / Facebook

FRYSTIKLEFINN 
Casual Scandi style in a renovated freezer, Frystiklefinn’s family-friendly menu of burgers, fish and chips and pizza are elevated by farm-fresh ingredients. If you can’t choose between the delicious options, there’s a full course meal which is ideal for groups. End the evening with ástarpungar, homemade doughnuts, or a locally produced Czech-style, KHB beer.
Gamla frystihúsið, Borgarfjörður eystri
472 1180 / blabjorg.is

KHB BRUGGHÚS
Located in one of the oldest houses in Borgarfjörður eystri, KHB Brewery embodies a sense of tradition through their Czech-style unpasteurized beer, brewed in handcrafted equipment. Each beer’s name is taken from local elf and troll stories. They also brew gin and landi, Icelandic moonshine, which you won’t find anywhere else.
Borgarfjörður eystri
472 1180  / khb-brugghus.is

SÍREKSSTAÐIR
For a true farm-to-table experience, book a stay at Síreksstaðir farm and dine at Hjá Okkur (Our Place) Restaurant serving locally grown, thoughtfully prepared food. The lamb is raised on the farm and the fish is wild, caught in a nearby lake. The restaurant is open during the summer and by appointment during the fall and winter.
Síreksstaðir, Vopnafjörður
848 2174 / sireksstadir.is

FJALLAKAFFI
Here you will find a tempting variety of traditional, home-made Icelandic refreshments. Compost-smoked lamb is the highlight of the menu as well as the adventurous blood sausage pie. Lightly smoked saddle of lamb, Icelandic meat broth, Arctic char from the moorland lakes, rhubarb pie, the Icelandic “kleina” (a kind of small doughnut) specially made in Möðrudalur and delicious milk made from Icelandic Moss.
Möðrudalur, Mývatn
894 8181 / fjalladyrd.is

SESAM BRAUÐHÚS
Framsækið handverksbakarí í hjarta Reyðarfjarðar með góð súrdeigsbrauð úr íslensku byggmjöli, sætabrauð og heita rétti í hádeginu. Frábært gúmmelaði fyrir svanga ferðalanga.
Hafnargötu 1, Reyðarfirði
475 8000 /
sesam.is

SKAFTFELL BISTRO
Skaftfell is a quirky café/art gallery furnished in the spirit of the late artist Dieter Roth. It has a laid-back vibe that appears to be popular with young locals and tourists alike. Try their local beer on tap to accompany the vegan pizza or the organic salad from vallanes. Upstairs at Skaftfell’s contemporary art space, there’s usually an interesting exhibition worth seeing.
Austurvegi 42, Seyðisfirði
472 1633 / skaftfell.is

HALI 
This countryside family-run restaurant is housed within the Þórbergssetur museum. Built in memory of the famous Icelandic writer Þórbergur Þórðarson (1888 – 1974), who was born in Hali. Serving traditional Icelandic food with local ingredients, such as farm raised arctic char from Hali, free-range lamb and rhubarb compote.
Höfn (dreifbýli)
478 1073 / hali.is

BIRKI 
Höfn is known for its langoustine, and at Birki, they serve it up perfectly grilled with hollandaise sauce. All of the menu items are local, fresh, and made from seasonal ingredients like their freshly caught fish and chargrilled meats. Check out their impressive brunch menu where waffles are accompanied by arctic char, poached eggs, and deep-fried chicken.
Hafnarbraut 4, Höfn
478 1200 / birkirestaurant.is

PAKKHÚSIÐ
Fallegur veitingastaður við höfnina, sem einbeitir sér að staðbundnu hráefni af svæðinu ásamt öðrum sælkeramat. Gott úrval af barnaréttum. 
Krosseyjarvegi 3, Höfn í Hornafirði
478 2280 / pakkhus.is

HÓTEL FRAMTÍÐ
Hlýlegur veitingastaður í sögufrægu húsi með útsýni yfir höfnina. Réttur dagsins fer eftir því hvað veiddist þann daginn; þorskur, silungur, lúða, koli eða ýsa. Hér er eitthvað gott fyrir alla, meira að segja pítsur.
Vogalandi 4, Djúpavogi
478 8887 /
hotelframtid.com

VIÐ VOGINN
Waterfront views and their signature fish and chips served with pickled red cabbage and locally produced hot sauce make Við Voginn a standout for a quick bite for breakfast, lunch, or dinner. Try out the Local food platter for a unique regional food experience. Their cake display offers a changing variety of homemade cakes that pair perfectly with coffee or hot chocolate.
Vogaland 2, Djúpivogur
478 8860 / vidvoginn.is

BELJANDI BRUGGHÚS
Despite having a population of only 139, Breiðdalsvík has a microbrewery, Beljandi, which punches above its weight. Try their rotating selection of 4–5 types of beer and their namesake pale ale. Groups are welcome to drop by for a beer tasting and learn about the brewing process, but best to contact them ahead of time to schedule the tour.
Sólvellir 23, Breiðdalsvík
866 8330 / Facebook

BLÁFELL 
Serving up a variety of traditional Icelandic dishes made by ingredients sourced from nearby farms and fisheries. From lamb and traditional Icelandic fish stew to vegan options, there’s something here for the whole family. Pair your meal with a local Beljandi beer, which is brewed right across the street.
Sólvellir 14, Breiðdalsvík
470 0000 / breiddalsvik.is

Kaupfjelagið á Breiðdalsvík.

VERSLUN Í HEIMABYGGÐ

HÚS HANDANNA
Umhverfisvæn og listræn lífsstílsverslun með fjölbreytta flóru af íslenskri vöruhönnun, s.s. list, handverk og austfirskar krásir. Hér færðu sjampóstykki í ferðaboxi, vaxklúta fyrir samlokuna, jurtalitaðan lopa, smart ullarsokka og margt fleira í ferðalagið. 
Miðvangi 1-3, Egilsstöðum
471 2433 / Facebook

ASPARHÚSIÐ VALLANESI
Í einstöku timburhúsi, byggðu úr öspum úr skógrækt Vallaness er verslun og veitingar að hætti Móður jarðar. Hér fæst lífræn matvara, brakandi ferskt grænmeti, kornvörur, olíur, aldinmauk og fleira, auk ljúffengra grænmetisrétta úr íslensku hráefni.
Móðir Jörð, Vallanesi, Fljótsdalshéraði
471 1747 / modirjord.is

KAUPFJELAGIÐ
Það er eins og tíminn stöðvist þegar þú kemur inn í Kaupfjelagi á Breiðdalsvík en þar er undir einu þaki kaffihús, matvöruverslun og minjagripaverslun. Hér færðu nýbakað brauð, ferskan fisk, gaskúta, póstkort, ís, kaffi, eða hvað sem er.
Sólvöllum 25, Breiðdalsvík
475 6670 / breiddalsvik.is / Facebook

ANNAÐ

VÍNBÚÐIN
Djúpivogur, Búlandi 1
Egilsstaðir, Miðvangi 2-4
Fáskrúðsfjörður, Skólavegi 59
Seyðisfjörður, Hafnargata 4a
Neskaupstaður, Hafnarbraut 6
Reyðarfjörður, Hafnargata 5
Vopnafjörður. Hafnarbyggð 4

Tögg úr greininni
, , ,