Kínverska alþýðulæknisfræðin er ekki síður heillandi en indversku lífsvísindin. Líkt og Ayurveda tala þau sterkt inn í samtímann og hafa mörg ráð og lausnir þar sem vestrænni læknisfræði sleppir. Í þeirri kínversku kemur fyrir orðið Qi sem vísar til lífsorkunnar og er í raun undirstaða alþýðulæknisfræði Kínverja. Ekkert sambærilegt hugtak finnst í vestrænum lækningum. Qi vísar til rótar mannsins, orku sem kemur fram samtímis á líkamlegu og andlegu plani. Skortur á Qi-i hrjáir margra Vesturlandabúa en góðu fréttirnar eru þær að Qi-ið er á stöðugri hreyfingu.
Einkenni Qi skorts eru:
Kaldar hendur og fætur
Þreyta og slen
Bólgur í líkama
Loft í meltingarfærum
Hæg melting
Ofvirkur skjaldkirtill
Lítil lyst
Þroti og bjúgur
Grunn öndun
Meira um Qi:
Qi er nauðsynlegt öllu ferli lífsins. Heilbrigðri starfsemi lífæranna; blóðrás, efnaskiptum, vökvajafnvægi, vexti og viðhaldi, sem og líkamshita. Qi ver okkur gegn súkdómum og sér til þess að við náum að breyta fæðu í orku. Lífsorkan, sem að sjálfsögðu býr í öllum lifandi verum, er vissulega blanda af upplagi okkar, eða genum en um leið hvernig við spilum út úr lífi okkar frá fæðingu (s.s. mataræði, venjur, tilfinningar, áföll). Einnig daglegu mataræði og loftinu sem við tökum inn eða gæði öndunnar okkar og hreinlega andanum. Bara það að við öndum of grunnt getur haft afgerandi áhrif á lífsorku okkar.
Er Qi ónæmiskerfið?
Truflun á lífsorku kemur fyrst fram í milta, nýrum eða lungum. Skortur getur valdið lækkandi líkamshita, óþoli fyrir kulda og köldum höndum og fótum. Þar sem Qi hreyfir við blóðrásinni og virkjar allar orkubrautir líkamans, getur skortur hægt á blóðrás og valdið því að vökajafnvægið fer úr skorðum. Þannig minnka líkur á að Qi geti varið okkur gegn erfiðum sjúkdómum. En líklegt er að í vestrænum vísindum kæmist Q-ið næst því að vera skilgreint sem ónæmiskerfið, sem þó er enn talsverð ráðgáta í augum vísindamanna. Þegar Qi skortir verðum við viðkvæmari fyrir sýklum, sníkjudýrum og öðrum kvillum. Og að sjálfsögðu þýðir skortur á Qi minni lífsorka.
Fólk með lélega lífsorku (Qi) hefur tilhneigingu til að sækja í innantóman sætan mat á borð við sykur og einföld kolvetni.
Algeng vandamál sem eiga rætur í skorti á Qi-i eru vanvirkur skjaldkirtill, síþreyta, “nýrnahettuþreyta” (hugtak sem vestrænum vísindamönnum er meinilla við), sykursýki, þunglyndi, fyrirtíðaspenna, hausverkur, meltingartruflanir, offituvandamál, brisbólga, bjúgur, hjartavandamál og ýmsir óútskýrðir verkir.
Næring gegn Qi skorti?
Meira og minna allur matur sem gefur okkur jarðtengingu er góður við Qi skorti, þ.e. heitar súpur, kássur, rótargrænmeti (sæt kartafla í morgunmat?), engiferskot alla morgna eða heitt engiferte. Aðrar hitagefandi jurtir eins og svartur pipar, kúmín, túrmerik, chillí og cayennepipar gefa einnig gott lífsorkukikk.
Korn: bygg, hirsi, heil hrísgrjón hafrar, bókhveiti, kínóa.
Grænmeti: aspas, sveppir, garðkál, baunir, grasker, shiitake sveppir, kúrbítur, eggaldin, sætar kartöflur og tómatar
Ávextir: epli, kirsuber, döðlur, fíkjur, vínber og gojiber.
Prótein: svartar baunir, hestabaunir, fava baunir, gular linsur, ansjósur, hrogn, makríll, lax, þorskur, síld, lifur, skelfiskur, einnig kjöt á borð við önd, kjúkling, lamb og naut sem ekki er alið á erfðabreyttu fóðri. Gott sýrt lífrænt tofu er líka mjög nærandi fyrir Qi-ið okkar.
Hnetur og fræ: möndlur, svört sesamfræ, valhnetur, kókoshnetukjöt.
Jurtir og bætiefni:
Lárviðarlauf, blómafræflar, lakkrísjurt (líkta te), scizandra, burnirót (sjá grein) astralgus og aðrar adaptogenjurtir ásamt kanil, negul, þörungum og mjólkurþistli.
Fæða sem dregur úr lífsorku!
Kaldur matur og auðvitað sykur. Forðist líka kalda trefjalausa djúsa, gos og jafnvel sumar tegundir ávaxta. Ekki borða mintu (hún er mjög kælandi). Horfið alltaf til flókinna kolvetna sem leysa Qi-ið úr smám saman úr læðingi yfir daginn. Flestir ávextir eru kælandi (þó ekki allir) og innihalda frúktósa, einfalt kolvetni sem meltist fljótt og nýtist ekki til að næra lífsorkuna. Nærið ykkur ALLTAF með hreinu og lífrænu gæðapróteini, grænmeti og jurtum. Umfram allt er mælt með fersku eiturefnalausu hráefni og því að maturinn sé annað hvort heitur og/eða hitagefandi.
Systrasamlags systur