NORÐUR Á BÓGINN

NORÐURLAND

Kraftmiklir fossar, úfið hraun, skógar, söfn og skemmtilegar gönguleiðir gera Norðurland að heillandi áfangastað. Hér er aflmesti fossinn, dýpsta vatnið, nyrsti golfvöllurinn og mikilfenglegasta gljúfrið. Úrval baða er hvergi meira á landinu og hér er meira að segja hægt að baða sig í bjór.

36.530 km2
37.600 íbúar
10 % landsmanna
northiceland.is

LEIÐAVÍSIR UM NORÐURLAND
GRÆNIR HANDVALDIR STAÐIR SEM STUÐLA AÐ BETRI UPPLIFUN, SJÁLFBÆRNI OG GLEÐI! 

Hvítserkur í Húnafirði er 15 metra hár klettur sem stendur í fjöruborðinu við Sigríðarstaðaós.

NÁTTÚRA

1. HVÍTSERKUR
Kletturinn Hvítserkur rís úr sæ í flæðarmálinu í Vatnsnesi en þangað liggur vegur 711. Sagan segir að hann sé steinrunninn tröllkarl. Á fjöru er hægt að ganga upp að Hvítserki.

2. KÁLFSHAMARSVÍK
Stuðlabergsvík þar sem klettamyndanirnar eru margbreytilegar og myndrænar. Víkin er í eyði og þar má finna húsarústir á víð og dreif. Ekið er eftir vegi 745 að víkinni.

3. STAÐARBJARGAVÍK
Formfögur og hljómmikil stuðlabergsfjara, sem fáir vita af, þrátt fyrir nálægð við Hofsós. Hægt að njóta einveru með álfum, sjófuglum og öldugljáfri en vegur 76 liggur þangað.

4. VAGLASKÓGUR
Næststærsti og einn fegursti skógur landsins með fjölda skemmtilegra gönguleiða, enda vinsæll til útivistar. Þar er skemmtilegt trjásafn.

5. GOÐAFOSS
Foss goðanna er stórbrotinn og ganga meðfram fossinum býður upp á einstaka upplifun með drunum og góðum úða í andlitið.

6. ALDEYJARFOSS
Fossinn fellur 20 metra fram af mögnuðu stuðlabergi niður í stóran hyl þar sem hvítur litur jökulfljótsins myndar skemmtilega andstæðu við dökkt bergið. Stutt ganga er að fossinum frá bílastæði við veg 842.

7. MÝVATN
Ótrúleg náttúrufegurð, sem einkennist af sérkennilegum klettamyndunum, fornum gígum, fjölskrúðugum gróðri og einstöku fuglalífi. Af Höfða er fallegt útsýni og í Dimmuborgum búa jólasveinarnir.  

8. HLJÓÐAKLETTAR
Mikilfenglegt safn stuðlabergskletta, sem mynda skrýtin og skemmtileg form og hella. Bergmálið er magnað. Vegur 862, Vatnajökulsþjóðgarður.  

9. ÁSBYRGI
Skjólsæl paradís í hóffari Sleipnis, sem þjóðsagan segir að hafi drepið niður fæti er Óðinn reið þar yfir. Ásbyrgi er einnig talið höfuðborg álfa og huldufólks hérlendis.  

10. HERÐUBREIÐARLINDIR
Við rætur Herðubreiðar eru lindir þar sem útlaginn FjallaEyvindur hafðist eitt sinn við, og er svæðið talið eitt hið fegursta upp á öræfum landsins.  

11. ASKJA
Í lok ísaldar myndaðist djúp hringlaga dæld við öflugt eldgos í Dyngjufjöllum. Svæðið minnir helst á yfirborð tunglsins en þangað liggja vegir 905, 910 og 894.  

Hælið, setur um sögu berklanna er með vinalegt kaffihús sem býður uppá gómsætar veitingar.

MENNING OG AFÞREYING

12. HVOLL
Byggðasafnið Hvoll heiðrar minningu heimamannsins Jóhanns Svarfdælings, sem hlaut heimsfrægð fyrir hæð sína, 2.34 m.
Karlsrauðatorgi, Dalvík
466 497 /
dalvikurbyggd.is/byggdasafn

13. BRUGGSMIÐJAN KALDI
Árið 2006 varð Kaldi fyrsti handverksbjórinn sem bruggaður var á Íslandi. Hann er tilvalinn með ljúffengum réttum veitingastaðarins, og er þar starfrækt spennandi bjórspa.
Öldugötu 22, Árskógssandi
466 2505

14. HÚS HÁKARLA-JÖRUNDAR
Í Hrísey er heillandi safn um sögu eyjunnar og hákarlaveiðar fyrr á öldum. Við mælum með sundlaugarferð, orkublettinum og ljúffengri máltíð á Verbúð 66.
Norðurvegi 3, Hrísey
695 0077 / 
hrisey.net

15. NONNAHÚS
Bækur Jóns Sveinssonar, Nonna, eru rómaðar víða um heim. Æskuheimili þessa ástsæla rithöfundar er nú fallegt minningarsafn, sem veitir heillandi innsýn í bæjarbraginn á Akureyri um miðja 19. öld.
Aðalstræti 54, Akureyri
462 3555 /
 nonni.is

16. NORÐURSLÓÐ
Hér er veitt einstök innsýn í hið dularfulla norðurheimskaut. Sjá má forn siglingakort, báta og flugvélar, inúítafatnað, fuglasafn og gripi merkra landkönnuða.
Strandgötu 53, Akureyri
588 9050 / 
nordurslod.is

17. HÆLIÐ
Setur um sögu berklanna og líf og sorgir þeirra sem glímdu við sjúkdóminn. Sýningin er í senn fróðleg, falleg og mjög áhrifarík. Á notalegu kaffihúsinu er hægt að gæða sér á heimabökuðu bakkelsi í fallegu umhverfi.
Kristnesi, Eyjafjarðarsveit
780 1927 / 
haelid.is

18. BÍLASAFNIÐ YSTAFELLI
Draumaáfangastaður bílaunnandans og alla áhugasama um sögu bílsins á Íslandi. Hartnær hundrað fornbílar prýða safnið, þar á meðal elsti bíll Íslands frá árinu 1914.
Ystafelli 3, Húsavík (dreifbýli)
861 2113 / 
Facebook

19. SAFNAHÚSIÐ HÚSAVÍK
Saga þjóðar, sjávarútvegs og náttúru mætast hér á lifandi hátt. Meðal sýningargripanna eru bátar og uppstoppuð dýr eins og ísbjörn og sæljón. Sérstakt svæði er tileinkað börnum.
Stóragarði 17, Húsavík
464 1860 / 
husmus.is

20. GENTLE GIANTS
Komdu í ógleymanlega hvalaskoðun á Húsavík. Þín býður sannkallað ævintýri á hafi úti þar sem stórhveli, lundar, sjóstangveiði og margt fleira spennandi kemur við sögu.
Við höfnina, Húsavík
464 1500 / 
gentlegiants.is

Kaffi Ilmur á Akureyri.

VEITINGAR

21. ÁSKAFFI
Hér ilmar allt af kaffi og heitu súkkulaði eins og hjá ömmu. Í boði er gamaldags meðlæti, svo sem brúnterta, jólakaka, soðbrauð og rúgbrauð með laxi eða hangikjöti.
Glaumbæ, Sauðárkróki (dreifbýli)
453 8855 /
askaffi.is

22. SIGLUNES GUESTHOUSE
Íslenskt hágæðahráefni, þar á meðal sjávarréttir, matreitt að marokkóskum hætti. Einstakt ferðalag bragðlaukanna í notalegu andrúmslofti. Hér er einnig hægt að fá sjarmerandi gistingu.
Lækjargötu 10, Siglufirði
467 1222 / 
hotelsiglunes.is

23. VERBÚÐIN 66
Hér sameinast kynslóðirnar við að töfra fram ljúffenga rétti úr úrvalshráefni, til dæmis fisk og franskar, sem eiga að vera þær bestu sem sögur fara af. Ekki síst ef þeim er skolað niður með Kalda bjór, sem framleiddur er á svæðinu.
Sjávargötu 2, Hrísey
467 1166 / 
Facebook

24. AKUREYRI BACKPACKERS
Staldraðu við með ferðafélögunum – og heimamönnum – og njóttu saðsamrar og góðrar máltíðar. Matseðillinn er fjölbreyttur og bröns er í boði um helgar.
Hafnarstræti 98, Akureyri
571 9050 /
akureyribackpackers.com

25. KAFFI ILMUR
Í þessu aldargamla húsi er hlýlegt kaffihús og veitingastaður þar sem andblær liðinna alda nýtur sín. Holl máltíð er í boði á efri hæðinni en á jarðhæð er boðið upp á snarl og drykki. Einnig er morgunverður í boði.
Hafnarstræti 107, Akureyri
571 6444 /
kaffiilmur.com

26. KAFFI KÚ
Í fjósinu er kaffihús og lítil verslun með nautakjöti beint frá býli. Á kaffihúsinu má gæða sér á kökum og nýmöluðu kaffi, mjólkurhristingi, kjötsúpu og öðru góðgæti.
Eyjafjarðarsveit
867 3826 /
kaffiku.is

27. NAUSTIÐ
Notalegur fjölskylduveitingastaður, sem sérhæfir sig í ferskum fiski af staðnum. Við mælum með ljúffengu sjávarréttasúpunni og fiskspjótunum, grillaða humrinum og köku, sem bökuð er á staðnum. Í boði er að taka matinn með.
Ásgarðsvegi 1, Húsavík
464 1520 / 
Facebook

28. VOGAFJÓS
Njóttu dásamlegra heimagerðra rétta með hráefnum úr héraði meðan þú fylgist með kúnum í Vogafjósi. Þar má nefna ost úr mjólkinni þeirra, hverabrauð, hangikjöt og pönnusteiktan silung.
Vogafjósi, Mývatni
464 3800 / 
vogafjosfarmresort.is

Lífvæni bændamarkaðurinn Vellir í Svarfaðardal.

VERSLUN Í HEIMABYGGÐ

29. VELLIR
Heillandi bændamarkaður með afurðum frá sjálfbærri ræktun á bænum. Heimagert hráefni er nýtt í sannkallaðar sælkeravörur, frá ostum til fugla- og fiskafurða, auk hefðbundinna sætinda á borð við sultur og rjómaís.
Völlum Svarfaðardal
822 8844 / 
Facebook

30. FLÓRA
Öðruvísi verslun, vinnustofa, og viðburðastaður, sem leggur áherslu á endurnýtta jafnt sem heimaframleidda vöru. Til sölu sérvaldir munir úr íslenskri og þýskri menningarflóru, svo sem fatnaður, bækur, dúkar, reykelsi og fleira.
Kaupvangsstræti 23, Akureyri
661 0168 / 
floraflora.is

31. SJOPPAN
Örugglega minnstu hönnunarverslun heims er að finna í Listagilinu á Akureyri. Hringdu bjöllunni og hönnuðurinn Almar birtist, reiðubúinn að sinna listþyrstum vegfarendum. Ekki missa af litríku plöttunum hans með Jóni Sigurðssyni.
Listagilinu, Akureyri
864 0710 / 
sjoppanvoruhus.is

32. FISK KOMPANÍ
Ferskur fiskur daglega þar sem borðið svignar undan úrvali fisktegunda, kjöts og tilbúinna fiskrétta, auk meðlætis. Alls kyns góðgæti í boði, sem freistandi er að grípa með.
Kjarnagötu 2, Akureyri
571 8080 /
fiskkompani.is

33. KAFFI KÚ
Á bænum Garði í Eyjafjarðarsveit er hægt að kaupa nautakjöt á grillið eða í frystinn. Gott kaffihús á staðnum.
Garði, Akureyri (dreifbýli)
867 3826 /
kaffiku.is

34. SKÚTAÍS
Heimagerður kúluís úr mjólkinni á Skútastöðum og bragðefnum frá Ítalíu, beint frá býli. Ungir bændur á Skútustöðum settu nýverið upp lítin skúr í hlaðinu og bjóða nú uppá margar bragðtegundir en piparmintan er víst vinsælust.
Skútustaðir 2b, Mývatni
847 2516 /
Facebook

Heitir pottar í góðu skjóli í Sandvíkurfjöru.

LAUGAR OG SPA

3. SUNDLAUGIN Á HOFSÓSI
Staðsetningin og hönnunin gerir þessa sundlaug einstaka. Hún er bókstaflega í sjávarmálinu á Hofsósi og útsýnið þaðan óviðjafnanlegt. Öll aðstaða með því betra sem gerist og hægt að slaka vel á í heitu pottunum við laugina.
Suðurbraut, Hofsósi
455 6070 /
Facebook

35. HAUGANES
Frábær aðstaða fyrir sjósund og alls konar busl. Tveir heitir pottar eru í fjörunni, með sírennsli og búningsaðstöðu. Aðgangseyrir 500 kr. á mann.
Hauganesi, Dalvíkurbyggð
620 1035 /
ektafiskur.is

36. BJÓRBÖÐIN
Vissir þú að bjór á að hafa jákvæð áhrif á húðina? Prófaðu það á eigin skinni í einstakri heilsulind frumkvöðlanna í Brugghúsinu Kalda. Bjórböðin eru þau fyrstu á Norðurlöndunum og lofa dásamlegri slökun og útsýni yfir Eyjafjörð. 
Ægisgötu, Árskógssandi
699 0715 / 466 2505 / 
bjorbodin.is

37. HJALTEYRI
Heitur pottur í fjörunni úti við gömlu síldarverksmiðjuna. Tilvalið að slaka á og ef heppnin er með, gætir þú komið auga á hval úti á firðinum. Í staðinn fyrir afnotin seturðu smá aur í bauk.
Verslunarlóðin, Hjalteyri

Stuðlabergið í gljúfrinu kringum Aldeyjarfoss.

TJALDSTÆÐI

38. REYKIR
Rétt við Grettislaug er tjaldsvæði, rekið af fjölskyldufyrirtæki, sem sérhæfir sig í skemmtilegri afþreyingu fyrir fjölskylduna. Boðið er upp á daglegar ævintýraferðir út í Drangey með fjölskrúðugu dýralífi og fallegri náttúru.
Reykjum, Skagafirði
821 0090 / 821 0091 

39. HRÍSEY: Ertu til í siglingu? Tjaldsvæðið er í miðju þorpinu. Stutt í allar áttir, hvort sem það er fjaran sem heillar, sjósund, sundlaug eða gönguferð um þorpið og eyjuna.
Hrísey í Eyjafirði
461 2255 

40. HVALVATNSFJÖRÐUR Í FJÖRÐUM
Eftir hoss og hristing á malarvegi 839 opnast þetta ótrúlega einskismanns land við Hvalvatnsfjörð. Þar er flöt fyrir tjöld og kamar. Vinsælt er að ganga í fallegri náttúru um firðina og Látraströnd. Ekki fært fólksbílum.
Í Fjörðum, Tjörnesi

41. VAGLASKÓGUR
Í Vaglaskógi eru skjólgóð og skemmtileg tjaldsvæði. Skógurinn býður upp á mikla möguleika til útivistar og ævintýra með ótal göngustígum.
Vöglum, Fnjóskadal
860 4714
 

42. ÁSBYRGI
Tjaldstæði í magnaðri náttúru, í grónu og skjólsælu umhverfi, sem er umkringt klettaveggjum. Stutt frá er frábær upplýsingamiðstöð fyrir Vatnajökulsþjóðgarð.
Ásbyrgi, Vatnajökulsþjóðgarði

Gistihúsið Skeið í Svarfaðardal.

GISTING

43. GISTIHÚSIÐ SKEIÐ
Í botni Svarfaðardals er Skeið í kyrrð og ró í faðmi Tröllaskagafjalla með ótal möguleika til útivistar. Uppábúin rúm, svefnpokapláss eða tjaldsvæði og hægt að elda sjálfur eða láta gestgjafann sjá um eldamennskuna.
Skeið í Svarfaðardal (dreifbýli)
466 1636 /
skeid.net

44. AKUREYRI BACKPAKERS
Vinalegt gistiheimili með fjölbreytta gistimöguleika á frábærum stað. Notaleg herbergi, frí sána og góð eldunaraðstaða. Tekið er sérstaklega vel á móti fjölskyldum og hentar vel fyrir hópa.
Hafnarstræti 98, Akureyri
571 9050 /
akureyribackpackers.com

45. KALDBAKSKOT
Yndislegur staður sem Sigurjón Benediktsson og fjölskylda hafa byggt upp af alúð og metnaði. Hér eru hlýleg sumarhús í fögru og grónu umhverfi. Stórkostlegt útsýni og mikið dýra- og fuglalíf. Hér upplifir þú þægindi, kyrrð, orku og töfra.
Kaldbaki, Húsavík (dreifbýli)
892 1744 /
cottages.is

HOSTEL.IS
Farfuglaheimili má finna um allt land en þau bjóða upp á hagkvæma og fjölbreytta gistimöguleika. Í sumar er lögð sérstök áhersla á fjölskylduvæna gistingu og boðið er upp á rúmgóð fjölskylduherbergi með sameiginlegu eldhúsi. Börn yngri en 16 ára gista frítt með fjölskyldunni. Sjá sumartilboð.
575 6700 / hostel.is

HEY ÍSLAND
Ferðaþjónusta bænda býður upp á 160 gistimöguleika, allt frá litlum kósí stöðum fyrir pör yfir í stórar einingar, fullkomna fyrir hópa. Af hverju ekki að prófa bændagistingu, sumarhús, íbúðir, eða splæsa í flott sveitahótel? Alltaf umvafin fallegri íslenskri sveit.
570 2700 / hey.is

ANNAÐ

SUNDLAUGAR
Hvammstangi
Blönduós
Skagaströnd
Sauðárkrókur
Hofsós
Siglufjörður
Ólafsfjörður
Dalvík
Hrísey
Þelamörk
Akureyri
Grenivík
Húsavík
Raufarhöfn
Þórshöfn
Laugar

ON HRAÐHLEÐSLUSTÖÐVAR  STAÐARSKÁLI
Blönduós, Norðurlandsvegi 3
Varmahlíð
Sauðárkrókur, Ártorg 4
Dalvík, Hafnarbraut 22
Akureyri, Þingvallastræti 23
Akureyri, Óðinsnesi 2
Húsavík, Héðinsbraut 6
Laugar, Kjarni
Mývatn, Grímsstöðum

VÍNBÚÐIN 
Hvammstangi, Strandgötu 1
Blönduós, Húnabraut 5
Sauðárkrókur, Smáragrund 2
Siglufjörður, Eyrargötu 25
Dalvík, Hafnarbraut 7
Akureyri, Hólabraut 16
Húsavík, Garðarsbraut 21
Kópasker, Bakkagötu 10
Þórshöfn, Langanesvegi 2

NETTÓ 
Akureyri, Glerártorgi
Akureyri, Hrísalundi 5
Húsavík, Garðarsbraut 64

Tögg úr greininni
, , ,